Handbolti

Valur - Gummersbach í kvöld

Íslenskum handboltaáhugamönnum gefst nú tækifæri annað árið í röð til að sjá stórliðið Gummersbach spila hér á landi. Valur og Gummersbach eigast við í meistaradeildinni í kvöld og hefst leikurinn klukkan 19:30 í Vodafone höllinni.

Valsmenn vonast eftir að fá fullt hús áhorfenda í kvöld og rétt að að hvetja alla til að mæta og styðja við bakið á Valsmönnum. Það er Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari sem stýrir liði Gummersbach eins og flestir vita og með liðinu leika Íslendingarnir Guðjón Valur Sigurðsson, Róbert Gunnarsson og Sverre Jakobsson. Guðjón Valur leikur að vísu ekki með þýska liðinu nú vegna meiðsla.

Liðið kom hingað til lands í fyrra og mætti þá Fram í frábærum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×