Handbolti

Betur fór en á horfðist hjá Einari

Ólafur Stefánsson horfir hér áhyggjufullur á félaga sinn Einar Hólmgeirsson lagðan á börurnar í gærkvöldi
Ólafur Stefánsson horfir hér áhyggjufullur á félaga sinn Einar Hólmgeirsson lagðan á börurnar í gærkvöldi Mynd/Vilhelm

Landsliðsmaðurinn Einar Hólmgeirsson hjá Flensburg getur nú varpað öndinni léttar eftir að í ljós kom að meiðslin sem hann varð fyrir í leiknum gegn Ciudad Real í gær voru ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

Einar fór í læknisskoðun í morgun og þar kom í ljós að hann er með rifinn vöðva í innanverðu vinstra læri. Meiðslin eru því ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu og reiknað er með að hann verði ekki frá keppni nema í 3-6 vikur. Þetta staðfesti faðir hans Hólmgeir Einarsson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 í morgun.

Einar meiddist í viðureign Flensburg og Ciudad Real í Meistaradeildinni í gærkvöldi þar sem Ólafur Stefánsson og félagar unnu stórsigur eftir frábæran seinni hálfleik. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×