Hollenska olíufélagið Royal Dutch Shell hagnaðist um 3,31 milljarð punda á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta jafngildir því að olíufélagið hafi hagnast um 1,5 milljónir punda, rúmar 205 milljónir íslenskar krónur á klukkustund frá janúar til marsloka.
Árásir skæruliða á olíuvinnslustöðvar Shell í Nígeríu hafa dregið úr olíuframleiðslu þar í landi og hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað mikið m.a. vegna þessa. Er búist við að hagnaður Shell hefði verið meiri hefði ekki komið til samdráttar á olíuframleiðslu í Nígeríu.