Bandaríkin loki Guantanamo 13. júní 2006 00:01 Enn og aftur eru Guantanamo-fangabúðir Bandaríkjanna á Kúbu í heimsfréttunum, og nú vegna sjálfsvíga þriggja fanga þar um helgina. Búðir þessar hafa verið mjög umdeildar um allan heim allt frá upphafi, þótt Bandaríkjamenn hafi reynt að fullvissa menn um að uppsetning þeirra væri nauðvörn í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum eftir atburðina í september 2001. Tryggustu stuðningsmenn þeirra þá féllust sumir hverjir á nauðsyn búðanna, en á undanförnum mánuðum hafa jafnvel þeir látið í ljósi miklar efasemdir um tilvist þeirra, og jafnvel sjálfur Bush bandaríkjaforseti hefur sagt að hann óski þess að þær verði lagðar niður. Hvers vegna er það þá ekki gert, spyrja menn. Jú það er vegna þess að Bandaríkjamenn segjast ekki vita hvað eigi að gera við fangana, hvert eigi að senda þá eða koma þeim fyrir. Það sýnir glöggt ráðleysi þeirra í þessum málum. Bush verður að tala skýrt í þessu máli og taka af skarið um að búðunum verði lokað, áður en fleiri sjálfsvíg eiga sér þar stað. Það var svo til að bíta höfuðið af skömminni nú um nýliðna helgi, að formælandi Bandaríkjastjórnar lét hafa það eftir sér að sjálfsvígin í Guantanamo-búðunum væru "gott kynningarátak" fyrir málstað fanganna. Að hugsa sér að nokkrum manni skuli detta í hug að láta slíkt út úr sér á opinberum vettvangi, enda hlupu menn vestra upp til handa og fóta til að bera í bætifláka fyrir þessi ósmekklegu ummæli háttsetts embættismanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Það er leitt til þess að vita að þjóð sem kennir sig við frelsi og réttlæti skuli halda uppi fangabúðum sem þeim á Guantanamo. Allflestir þeirra sem eru þar í haldi eru ungir piltar frá Arabalöndum og hafa mál þeirra hvorki verið tekin fyrir hjá almennum dómstólum eða herrétti, en alþjóðasamfélagið hefur hins vegar fordæmt ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vista þá þarna, í blóra við almenn lög, herreglur eða almenna skynsemi. Það hefur hins vegar fram til þessa ekki dugað til þess að Bandaríkjastjórn sjái að sér í þessu máli - því miður. Atburðir helgarinnar bætast enn við syndaregistrið varðandi hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkamönnum og nægir þar að nefna atburðina í Abu Ghraif-fangelsinu, þar sem troðið var á rétti fanga í orðsins fyllstu merkingu. Þessir atburðir eiga enn eftir að sverta aðalleikarana í Íraksstríðinu, - Breta og Bandaríkjamenn - í Arabaheiminum. Guantanamo-búðirnar eru á einskis manns landi, ef svo má að orði komast, og það var með ráðnum hug að Bandaríkjastjórn setti þær upp þar sem þær eru, svo alþjóðastofnanir svo sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn gætu ekki verið með nefið ofan í rekstri þeirra og kannað aðbúnað fanganna með eðlilegum hætti. Alþjóðasamfélagið krefst þess því að búðunum verði lokað undanbragðalaust og fangarnir sendir til síns heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Enn og aftur eru Guantanamo-fangabúðir Bandaríkjanna á Kúbu í heimsfréttunum, og nú vegna sjálfsvíga þriggja fanga þar um helgina. Búðir þessar hafa verið mjög umdeildar um allan heim allt frá upphafi, þótt Bandaríkjamenn hafi reynt að fullvissa menn um að uppsetning þeirra væri nauðvörn í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum eftir atburðina í september 2001. Tryggustu stuðningsmenn þeirra þá féllust sumir hverjir á nauðsyn búðanna, en á undanförnum mánuðum hafa jafnvel þeir látið í ljósi miklar efasemdir um tilvist þeirra, og jafnvel sjálfur Bush bandaríkjaforseti hefur sagt að hann óski þess að þær verði lagðar niður. Hvers vegna er það þá ekki gert, spyrja menn. Jú það er vegna þess að Bandaríkjamenn segjast ekki vita hvað eigi að gera við fangana, hvert eigi að senda þá eða koma þeim fyrir. Það sýnir glöggt ráðleysi þeirra í þessum málum. Bush verður að tala skýrt í þessu máli og taka af skarið um að búðunum verði lokað, áður en fleiri sjálfsvíg eiga sér þar stað. Það var svo til að bíta höfuðið af skömminni nú um nýliðna helgi, að formælandi Bandaríkjastjórnar lét hafa það eftir sér að sjálfsvígin í Guantanamo-búðunum væru "gott kynningarátak" fyrir málstað fanganna. Að hugsa sér að nokkrum manni skuli detta í hug að láta slíkt út úr sér á opinberum vettvangi, enda hlupu menn vestra upp til handa og fóta til að bera í bætifláka fyrir þessi ósmekklegu ummæli háttsetts embættismanns í bandaríska utanríkisráðuneytinu. Það er leitt til þess að vita að þjóð sem kennir sig við frelsi og réttlæti skuli halda uppi fangabúðum sem þeim á Guantanamo. Allflestir þeirra sem eru þar í haldi eru ungir piltar frá Arabalöndum og hafa mál þeirra hvorki verið tekin fyrir hjá almennum dómstólum eða herrétti, en alþjóðasamfélagið hefur hins vegar fordæmt ákvörðun Bandaríkjastjórnar um að vista þá þarna, í blóra við almenn lög, herreglur eða almenna skynsemi. Það hefur hins vegar fram til þessa ekki dugað til þess að Bandaríkjastjórn sjái að sér í þessu máli - því miður. Atburðir helgarinnar bætast enn við syndaregistrið varðandi hina svokölluðu baráttu gegn hryðjuverkamönnum og nægir þar að nefna atburðina í Abu Ghraif-fangelsinu, þar sem troðið var á rétti fanga í orðsins fyllstu merkingu. Þessir atburðir eiga enn eftir að sverta aðalleikarana í Íraksstríðinu, - Breta og Bandaríkjamenn - í Arabaheiminum. Guantanamo-búðirnar eru á einskis manns landi, ef svo má að orði komast, og það var með ráðnum hug að Bandaríkjastjórn setti þær upp þar sem þær eru, svo alþjóðastofnanir svo sem Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn gætu ekki verið með nefið ofan í rekstri þeirra og kannað aðbúnað fanganna með eðlilegum hætti. Alþjóðasamfélagið krefst þess því að búðunum verði lokað undanbragðalaust og fangarnir sendir til síns heima.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun