Erlent

Lögmenn Saddams reyna að koma í veg fyrir aftöku hans

Saddam Hússein er hér í réttarsal en lögfræðingar hans reyna nú að lengja lífdaga hans.
Saddam Hússein er hér í réttarsal en lögfræðingar hans reyna nú að lengja lífdaga hans. MYND/AP

Lögmenn Saddams Hússeins, sem á að taka af lífi á næstu klukkustundum, hafa beðið bandarískan rétt um að stöðva aftöku hans. Tillagan var lögð fram á síðustu stundu en hún er lögð fram á þeim grundvelli að hann sé nú þegar sakborningur í öðru máli og að ef hann verði líflátinn geti hann ekki varið sig í málinu sem er í gangi núna.

Louise Arbour, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að Saddam geti afrýjað dómi sínum til alþjóðlegra yfirvalda en ekki er víst hvort að bandaríski rétturinn geti frestað aftöku Hússeins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×