Google sagt brjóta á blaðaútgefendum 29. nóvember 2006 06:30 google Belgískir blaðaútgefendur saka Google um að nota efni úr dagblöðum án leyfis. MYND/AFP Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin. Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin.
Viðskipti Mest lesið Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira