Google sagt brjóta á blaðaútgefendum 29. nóvember 2006 06:30 google Belgískir blaðaútgefendur saka Google um að nota efni úr dagblöðum án leyfis. MYND/AFP Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin. Viðskipti Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Málið var tekið fyrir í Brussel í Belgíu á föstudag. Dómarinn hafði áður skikkað netfyrirtækið til að fjarlægja alla tengla á vefi belgísku dagblaðanna eða greiða eina milljón evra eða rúmar 92 milljónir íslenskra króna í dagsektir. Lögfræðingar samtakanna saka Google um að brjóta á höfundarrétti með því að birta fyrirsagnir og brot á fréttum blaðanna ásamt úrdrætti án leyfis. Engu skipti þótt Google vísi á vefi dagblaðanna. Þá hefur fyrirtækið virt að vettugi óskir samtakanna um að fjarlægja efnið af vefsíðunum, að sögn lögfræðinganna. Málinu svipar til máls frönsku fréttastofunnar AFP, sem sakaði Google um rétthafabrot og krafðist 13,8 milljóna evra eða 1,3 milljarða króna í bætur. Þá hafa Google og alþjóðlega fréttastofan Associated Press komist að samkomulagi um gjald fyrir birtingu frétta og ljósmynda. Ekki hefur verið gefið upp hversu hátt gjald Google greiðir fyrir afnotin.
Viðskipti Mest lesið Engin U-beygja hjá Play Viðskipti innlent Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent