Hermenn fá gervihné Össurar 17. mars 2006 00:01 Úr Los Angeles Times. Blaðið fjallaði síðasta föstudag um stuðning við hermenn sem glatað hafa útlim í stríði. Fjallað var um nýtt og háþróað gervihné gervilima- og stoðtækjafyrirtækisins Össurar í úttekt Los Angeles Times síðasta föstudag um stuðning stjórnvalda í Bandaríkjunum við hermenn sem tapað hafa útlim í Íraksstríðinu. Fram kemur í umfjöllun LA Times að Bandaríkjaher sé umhugað um að fá slasaða hermenn aftur til starfa en til að af því geti orðið þurfa þeir á bestu mögulegu hjálpartækjum og tólum að halda. Meðal þess sem herinn vill nýta eru hátæknivörur Össurar, til að mynda nýjasta útgáfa gervihnés fyrirtækisins, Power Knee, sem kynnt var skömmu fyrir áramót. Það er búið gervigreind og líkir eftir vöðvahreyfingum útlimsins og hjálpar þannig viðkomandi til dæmis við að ganga upp stiga og nálgast þá hreyfigetu sem ófatlaðir hafa. Samkvæmt upplýsingum Össurar hefur Walter Reed-stofnunin, en það er spítali sem tekur á móti bandarískum hermönnum sem koma frá Írak, þegar óskað eftir að kaupa nokkur Power Knee-gervihné þegar það kemur á markað síðar á árinu. Hvert hné mun kosta 57.000 bandaríkjadali, eða nálægt fjórum milljónum króna. Í grein LA Times er sagt eðlilegt að stjórnvöld útvegi þeim sem fórna sér fyrir landið í stríðsrekstri bestu fáanlegu lausnir og fái aftur til starfa menn sem mikill kostnaður hefur verið lagður í að þjálfa og mennta. Erlent Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Fjallað var um nýtt og háþróað gervihné gervilima- og stoðtækjafyrirtækisins Össurar í úttekt Los Angeles Times síðasta föstudag um stuðning stjórnvalda í Bandaríkjunum við hermenn sem tapað hafa útlim í Íraksstríðinu. Fram kemur í umfjöllun LA Times að Bandaríkjaher sé umhugað um að fá slasaða hermenn aftur til starfa en til að af því geti orðið þurfa þeir á bestu mögulegu hjálpartækjum og tólum að halda. Meðal þess sem herinn vill nýta eru hátæknivörur Össurar, til að mynda nýjasta útgáfa gervihnés fyrirtækisins, Power Knee, sem kynnt var skömmu fyrir áramót. Það er búið gervigreind og líkir eftir vöðvahreyfingum útlimsins og hjálpar þannig viðkomandi til dæmis við að ganga upp stiga og nálgast þá hreyfigetu sem ófatlaðir hafa. Samkvæmt upplýsingum Össurar hefur Walter Reed-stofnunin, en það er spítali sem tekur á móti bandarískum hermönnum sem koma frá Írak, þegar óskað eftir að kaupa nokkur Power Knee-gervihné þegar það kemur á markað síðar á árinu. Hvert hné mun kosta 57.000 bandaríkjadali, eða nálægt fjórum milljónum króna. Í grein LA Times er sagt eðlilegt að stjórnvöld útvegi þeim sem fórna sér fyrir landið í stríðsrekstri bestu fáanlegu lausnir og fái aftur til starfa menn sem mikill kostnaður hefur verið lagður í að þjálfa og mennta.
Erlent Innlent Viðskipti Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira