Stór fiskur í lítilli tjörn 2. maí 2005 00:01 Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira
Breska verslanakeðjan Mosaic Fashions undirbýr nú skráningu í Kauphöll Íslands, fyrst erlendra fyrirtækja. Valið stóð á milli íslenska markaðarins og þess breska og fannst stjórnendum betra að vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri tjörn. Félagið hyggst afla 4,8 milljarða króna í hlutafjárútboði sem verður boðið fagfjárfestum og almenningi til kaups. Fyrirtækið verður síðan skráð í Kauphöllina fyrir júnílok á þessu ári, fyrst erlendra fyrirtækja. Mosaic Fashions verður í hópi stærstu félaga í Kauphöll Íslands en velta þess í fyrra nam um 43 milljörðum íslenskra króna. Félagið er að mestu í eigu Íslendinga, 40% í eigu Baugs Group og 20% í eigu Kaupþings banka. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvers vegna fyrirtækið er ekki sett á breskan markað í stað þess íslenska. Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, segir félagið áhugavert fyrir íslenska markaðinn og kannski of lítið eins og er fyrir þann breska. Derek Loveluck, forstjóri Mosaic Fashions, segir forsvarsmenn fyrirtækisins hafi auðvitað borið breska markaðinn saman við þann íslenska og litið svo á að miðað við stærð fyrirtækisins, og þá upphæð sem það vilji afla, verði það mikilvægt fyrirtæki í íslensku kauphöllinni. Það verður að líkindum áttunda stærsta fyrirtækið í kauphöllinni að sögn Loveluck og eina smásölufyrirtækið. „Þess vegna verður fylgst með okkur. Það verður áhugi á okkur,“ segir Loveluck. Aðspurður hvort þetta hafi einhver áhrif á íslenska markaðinn segist Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar Íslands, telja það; þetta sé tímamótaskráning þar sem um erlent félag sé að ræða og gæti rutt brautina fyrir fleiri skráningar af þessu tagi. Fyrirtækjum hefur verið að fækka að undanförnu í Kauphöll Íslands en Þórður segir þó að viðsnúningur verði á þeim málum næstu árin því þetta sé fyrsta nýskráningin af mörgum sem séu í sjónmáli. Mosaic Fashions rekur yfir 600 verslanir og eru flestar þeirra í Bretlandi og á Írlandi. Félagið hefur þó að undanförnu verið að sækja á fleiri markaði, þar á meðal til Norðurlanda og til Kína.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur að um dulda launahækkun skrifstofufólks sé að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Sjá meira