Viðskipti innlent

Fjárfestar gæti sömu hagsmuna

Litlir og stórir fjárfestar hafa sameiginlegra hagsmuna að gæta og átök milli þeirra geta skaðað fyrirtækin. Þetta kom fram á opnum morgunverðarfundi sem Samtök fjárfesta efndu til á Hótel Sögu í morgun. Frummælendur á morgunverðarfundinum voru Agnes Bragadóttir blaðamaður sem flutti erindi sitt varðandi söluna á Símanum, Halló, halló, vaknið Íslendingar, sem nýlega birtist í Morgunblaðinu, og Jean-Pierre Paelinck, framkvæmdastjóri Euroshareholders í Brussel, sem eru Evrópusamtök fjárfesta. Hann lýsti stöðu evrópskra fjárfesta og bar saman hlutverk lítilla og stórra fjárfesta. Hann lagði áherslu á að rödd þeirra smærri þyrfti að heyrast en staða þeirra væri gjarnan erfið gagnvart þeim stóru. Hann sagði stóra og litla fjárfesta eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta en því miður hefðu þeir stóru stundum valtað yfir þá litlu og meðal annars fengið aukasporslur úr sameiginlegum sjóðum. Paelinck taldi brýnt að samskipti þessara aðila einkenndust ekki af átökum og samkeppni og að græðgi væri slæm fyrir alla. Hann sagði enn fremur að hugmyndir og frumkvæði minni hluthafa skiptu máli fyrir fyrirtækin og þeir væru ekki síst mikilvægir til að koma auga á misferli og svik innan þeirra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×