Erlent

Skæruliði hótar Norðmönnum

MYND/AP
Mulla Krekar, kúrdískur skæruliðaforingi, sem George Bush, forseti Bandaríkjanna, sakar um að vera tengiliður við Osama bin Laden, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Al kæda, á á hættu að verða rekinn úr landi í Noregi og sendur til Íraks, en hann hefur dvalið sem flóttamaður í Noregi undanfarin ár. Krekar hefur hótað að refsa Norðmönnum ákveði þarlend stjórnvöld að senda hann úr landi, en hann óttast að verða tekinn af lífi, verði hann sendur til baka til Íraks. Krekar sagði í viðtali við arabísku sjónvarpsstöðina Al- Jazeera, að það væri brot á mannréttindum, yrði hann rekinn frá Noregi, og sagði hann slíkt hafa afleiðingar í för með sér. Erna Solberg, innanríkisráðherra Norges, segir að stjórnvöld láti hótanir hans ekki hafa áhrif á ákvörðun þeirra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×