Allir sem borga græða 6. ágúst 2005 00:01 Skattar og tekjur einstaklinga hafa verið áberandi undanfarna daga eins og er árviss viðburður þegar skattskrár landsmanna eru opnaðar. Þetta er þörf og góð umræða. Það er bráðnauðsynlegt að fólk sé vel meðvitað um hversu mikið það sjálft og aðrir láta renna í ríkissjóð til að standa undir samneyslu þjóðarinnar. Á þessu ári færir tekjuskatturinn ríkissjóði fimmtán þúsund milljón fleiri krónur en hann gerði í fyrra. Það er ríflega ellefu prósenta hækkun milli ára, sem eru góðar fréttir fyrir okkur öll því þetta eru augljós merki um að tekjur hafi hækkað. Verra er að hver einstaklingur borgar nú hærri upphæð í skatt. Á svona góðæristímum hlýtur að vera svigrúm til að lækka skatta eins og ríkisstjórnin er reyndar þegar byrjuð að gera. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því í maí 2003 kemur fram að flokkarnir stefna að lækkun tekjuskatts í áföngum um fjögur prósent á kjörtímabilinu. Fyrsta skrefið var tekið um síðustu áramót þegar tekjuskatttur einstaklinga lækkaði um eitt prósent, úr 25,75 prósentum í 24,75 prósent. Reiknað var með sömu lækkun um næstu áramót og að 2007, síðasta ár kjörtímabils ríkisstjórnarinnar, myndu skattar lækka um tvö prósent. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst ríkisstjórnin hraða þessum áformum sínum og lækka tekjuskattinn um tvö prósent strax um næstu áramót. Vonandi ganga þær áætlanir eftir. Nú er lag til þess að láta þjóðina njóta þess mikla uppgangs sem er í íslensku efnahagslífi. Skattalækkunum fylgir hins vegar mikil ábyrgð. Ríkisstjórnin verður að halda fastar um budduna en áður og sýna sérstakt aðhald í ríkisútgjöldum til að vega upp á móti þensluáhrifum lægri tekjuskatts og meðfylgjandi hættu á hærri verðbólgu, sem hefur bein áhrif á verðtryggð húsnæðislán heimilanna. Aukin verðbólga gæti þurrkað út ávinninginn af skattalækkun í einu vettvangi. Kunnugleg rök gegn skattalækkunum eru að þær komi þeim best sem hæst hafa launin. Staðreyndin er hins vegar sú að skattalækkun kemur öllum vel sem borga skatta. Í því samhengi er ágætt að hafa í huga þau gleðilegu tíðindi, sem komu í ljós þegar skattskrárnar opnuðust á dögunum, að fleiri borga nú skatt en áður hér á landi. Það þýðir að færri þurfa að þola laun sem falla undir skattleysismörk. Þrátt fyrir það greiðir enn tæplega þriðjungur atvinnubærra Íslendinga engan tekjuskatt. Sá hópur græðir að sjálfsögðu ekki neitt á skattalækkun. En varla getur það truflað nokkurn mann? Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fá svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun
Skattar og tekjur einstaklinga hafa verið áberandi undanfarna daga eins og er árviss viðburður þegar skattskrár landsmanna eru opnaðar. Þetta er þörf og góð umræða. Það er bráðnauðsynlegt að fólk sé vel meðvitað um hversu mikið það sjálft og aðrir láta renna í ríkissjóð til að standa undir samneyslu þjóðarinnar. Á þessu ári færir tekjuskatturinn ríkissjóði fimmtán þúsund milljón fleiri krónur en hann gerði í fyrra. Það er ríflega ellefu prósenta hækkun milli ára, sem eru góðar fréttir fyrir okkur öll því þetta eru augljós merki um að tekjur hafi hækkað. Verra er að hver einstaklingur borgar nú hærri upphæð í skatt. Á svona góðæristímum hlýtur að vera svigrúm til að lækka skatta eins og ríkisstjórnin er reyndar þegar byrjuð að gera. Í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks frá því í maí 2003 kemur fram að flokkarnir stefna að lækkun tekjuskatts í áföngum um fjögur prósent á kjörtímabilinu. Fyrsta skrefið var tekið um síðustu áramót þegar tekjuskatttur einstaklinga lækkaði um eitt prósent, úr 25,75 prósentum í 24,75 prósent. Reiknað var með sömu lækkun um næstu áramót og að 2007, síðasta ár kjörtímabils ríkisstjórnarinnar, myndu skattar lækka um tvö prósent. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hyggst ríkisstjórnin hraða þessum áformum sínum og lækka tekjuskattinn um tvö prósent strax um næstu áramót. Vonandi ganga þær áætlanir eftir. Nú er lag til þess að láta þjóðina njóta þess mikla uppgangs sem er í íslensku efnahagslífi. Skattalækkunum fylgir hins vegar mikil ábyrgð. Ríkisstjórnin verður að halda fastar um budduna en áður og sýna sérstakt aðhald í ríkisútgjöldum til að vega upp á móti þensluáhrifum lægri tekjuskatts og meðfylgjandi hættu á hærri verðbólgu, sem hefur bein áhrif á verðtryggð húsnæðislán heimilanna. Aukin verðbólga gæti þurrkað út ávinninginn af skattalækkun í einu vettvangi. Kunnugleg rök gegn skattalækkunum eru að þær komi þeim best sem hæst hafa launin. Staðreyndin er hins vegar sú að skattalækkun kemur öllum vel sem borga skatta. Í því samhengi er ágætt að hafa í huga þau gleðilegu tíðindi, sem komu í ljós þegar skattskrárnar opnuðust á dögunum, að fleiri borga nú skatt en áður hér á landi. Það þýðir að færri þurfa að þola laun sem falla undir skattleysismörk. Þrátt fyrir það greiðir enn tæplega þriðjungur atvinnubærra Íslendinga engan tekjuskatt. Sá hópur græðir að sjálfsögðu ekki neitt á skattalækkun. En varla getur það truflað nokkurn mann? Miklu nær er að berjast fyrir því að allir fá svo sómasamleg laun að þeir geti lagt sitt af mörkum til samfélagsins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun