Fegurð fákeppninnar 20. maí 2005 00:01 Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er rétt að ítreka að þessa dagana geisar verðstríð á íslenskum matvörumarkaði. Frá því í janúar hefur verð á mat- og drykkjarvöru lækkað um tæplega 10 prósent samkvæmt vísitölu neysluverðs. Fyrir vikið er verðbólga hér heldur minni en ella hefði verið, og það er eitthvað sem íslensk heimili með sín verðtryggðu lán geta glaðst saman yfir fyrir utan augljósan ávinning af lægra vöruverði. Lækkun á mat og drykk er reyndar miklu meiri en tíu prósentin sem vísitalan segir til um þegar aðeins er skoðað verðlag í þeim tveimur verslunarkeðjum sem takast á um hylli hagsýnna húsmæðra og annarra neytenda. Samkvæmt verðlagskönnunum ASÍ hefur verðlag í Bónus lækkað um 37 prósent og í Krónunni um 33 prósent frá því að Krónan skoraði Bónus á hólm á lágvöruverslunarmarkaðinum. Fæstir bjuggust við að það stríð myndi vara lengi en nú tæplega þremur mánuðum síðar sér ekki enn fyrir endann á því. Og við neytendur gleðjumst. Vonandi halda Bónus og Krónan að berjast sem lengst og harðast. Áfram Bónus! Áfram Krónan! En nú kann einhver að spyrja hvernig á þessu standi? Ríkir ekki fákeppni og samþjöppun í íslenskri verslun? Er ekki hættan af stóru viðskiptasamsteypunum einhver mesta vá sem þessi þjóð hefur staðið frammi fyrir? Eru stóru samsteypurnar á bak við Bónus og Krónuna, það er Hagar og Norvik, ekki þær hinar sömu og ætla að eignast allt Ísland? Jú, það passar. Rétti þeir upp hönd sem vilja stöðva þær og endurvekja alla litlu kaupmennina og gamla góða heildsalaveldið. Fákeppni og samþjöppun þurfa ekki endilega að vera skammaryrði eins og svo margir vilja halda. Liggur ekki í augum uppi að fá mjög öflug fyrirtæki geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik? Það er að minnsta kosti sá veruleiki sem starir í augun á okkur Íslendingum. Að minnsta kosti öllum þeim sem eru ekki með þau lokuð. Hættan við fákeppnina er þegar fyrirtækin taka höndum saman og ákveða að níðast á viðskiptavinum sínum. Við þekkjum slík dæmi alltof vel. Olíufélögin stóðu í slíkum subbuskap og líka tryggingafélögin og þeim hefur verið refsað. Við erum með samkeppnislög og þar er ekkert sem segir að fyrirtæki megi ekki þjappa sér saman, stækka, styrkjast og verða markaðsráðandi. Bæði Hagar og Norvik með allar sínar verslanir: Hagkaup, Nóatún, 10-11, 11-11, Krónuna og Bónus eru í markaðsráðandi stöðu. En baráttan þeirra á milli er líka hörð. Ef einhver slaki sést þar á kemur til kasta samkeppnisyfirvalda. Mikið væri það gaman ef lögsaga samkeppnisyfirvalda næði líka yfir ríkið sjálft og landbúnaðarstefnu þess. Um 70 prósent af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vigta landbúnaðarvörur þyngst og þær eru verndaðar gegn samkeppni með sérstökum lögum. En þar til það breytist höldum við að minnsta kosti áfram að segja áfram Krónan! og áfram Bónus! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun
Ef það hefur farið framhjá einhverjum þá er rétt að ítreka að þessa dagana geisar verðstríð á íslenskum matvörumarkaði. Frá því í janúar hefur verð á mat- og drykkjarvöru lækkað um tæplega 10 prósent samkvæmt vísitölu neysluverðs. Fyrir vikið er verðbólga hér heldur minni en ella hefði verið, og það er eitthvað sem íslensk heimili með sín verðtryggðu lán geta glaðst saman yfir fyrir utan augljósan ávinning af lægra vöruverði. Lækkun á mat og drykk er reyndar miklu meiri en tíu prósentin sem vísitalan segir til um þegar aðeins er skoðað verðlag í þeim tveimur verslunarkeðjum sem takast á um hylli hagsýnna húsmæðra og annarra neytenda. Samkvæmt verðlagskönnunum ASÍ hefur verðlag í Bónus lækkað um 37 prósent og í Krónunni um 33 prósent frá því að Krónan skoraði Bónus á hólm á lágvöruverslunarmarkaðinum. Fæstir bjuggust við að það stríð myndi vara lengi en nú tæplega þremur mánuðum síðar sér ekki enn fyrir endann á því. Og við neytendur gleðjumst. Vonandi halda Bónus og Krónan að berjast sem lengst og harðast. Áfram Bónus! Áfram Krónan! En nú kann einhver að spyrja hvernig á þessu standi? Ríkir ekki fákeppni og samþjöppun í íslenskri verslun? Er ekki hættan af stóru viðskiptasamsteypunum einhver mesta vá sem þessi þjóð hefur staðið frammi fyrir? Eru stóru samsteypurnar á bak við Bónus og Krónuna, það er Hagar og Norvik, ekki þær hinar sömu og ætla að eignast allt Ísland? Jú, það passar. Rétti þeir upp hönd sem vilja stöðva þær og endurvekja alla litlu kaupmennina og gamla góða heildsalaveldið. Fákeppni og samþjöppun þurfa ekki endilega að vera skammaryrði eins og svo margir vilja halda. Liggur ekki í augum uppi að fá mjög öflug fyrirtæki geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik? Það er að minnsta kosti sá veruleiki sem starir í augun á okkur Íslendingum. Að minnsta kosti öllum þeim sem eru ekki með þau lokuð. Hættan við fákeppnina er þegar fyrirtækin taka höndum saman og ákveða að níðast á viðskiptavinum sínum. Við þekkjum slík dæmi alltof vel. Olíufélögin stóðu í slíkum subbuskap og líka tryggingafélögin og þeim hefur verið refsað. Við erum með samkeppnislög og þar er ekkert sem segir að fyrirtæki megi ekki þjappa sér saman, stækka, styrkjast og verða markaðsráðandi. Bæði Hagar og Norvik með allar sínar verslanir: Hagkaup, Nóatún, 10-11, 11-11, Krónuna og Bónus eru í markaðsráðandi stöðu. En baráttan þeirra á milli er líka hörð. Ef einhver slaki sést þar á kemur til kasta samkeppnisyfirvalda. Mikið væri það gaman ef lögsaga samkeppnisyfirvalda næði líka yfir ríkið sjálft og landbúnaðarstefnu þess. Um 70 prósent af matarinnkaupum heimilanna í landinu eru íslenskar vörur og þar vigta landbúnaðarvörur þyngst og þær eru verndaðar gegn samkeppni með sérstökum lögum. En þar til það breytist höldum við að minnsta kosti áfram að segja áfram Krónan! og áfram Bónus!
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun