Afdrifaríkt val 22. mars 2005 00:01 Reykjavíkurakademían hefur í vetur gengist fyrir vitrænum umræðum um brennandi þjóðfélagsmál og fengið til liðs við sig sérfróða menn og boðið stjórnmálaflokkunum jafnframt til þátttöku. Ein slík fyrirlestraröð hefur farið fram í haust og vetur undir heildarheitinu Virkjun lands og þjóðar. Síðastliðinn laugardag voru þar framsögumenn dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, formaður nýstofnaðra samtaka sprotafyrirtækja, og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Báðir reyndu framsögumenn að forðast pólitík í framsöguerindum sínum. Engu að síður varð vart hjá því komist að álykta af ræðum þeirra beggja að Íslendingar standa nú sem þjóð frammi fyrir vali, þýðingarmiklu og afdrifaríku vali, um það hvernig þeir kjósa að verja mannauði sínum í framtíðinni. Trúa þeir á vaxtarmöguleika frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný, fjölbreytt og arðvænleg störf án handleiðslu ríkisvaldsins? Eða telja þeir að eina leiðin til hagsældar sé að ríkisvaldið dragi hingað alþjóðleg málmbræðslufyrirtæki með útsölu á orkulindum og fyrirheitum um lægri kaupgreiðslur en fyrirtæki þessi eiga að venjast í þessum heimshluta? Sprotafyrirtæki eru hátæknifyrirtæki, sem fyrst og fremst byggjast á þekkingu, sem oftar en ekki er áunnin í nánu samstarfi háskóla eða tækniskóla og atvinnulífs. En til þess að hugmyndir sem þannig verða til skili arði inn í íslenskt þjóðlíf, þurfa þær fyrst að verða að vöru og um framleiðsluna verður að stofna fyrirtæki. Langan tíma tekur að þróa vöruna, ekki er óalgengt að fyrstu árin fari þriðjungur af veltu til vöruþróunar. Þau eru því framan af rekin með bókhaldslegu tapi og þurfa mikið og þolinmótt fjármagn til að lifa af bernskuskeiðið. Áhættan er líka mikil, aðeins fá þeirra lifa af þessi fyrstu ár til að ná þeim milljarði í veltu, sem gjarnan er notaður sem mælikvarði á, hvort fyrirtækið eigi möguleika á framhaldslífi og sjálfbærri tilveru. En ekki er nóg að hafa þróað úrvalsvöru og aflað henni jafnvel einkaleyfa. Varan verður að slá í gegn víðar en á okkar litla og takmarkaða heimamarkaði. Og markaðssetningin reynist raunar mörgum þessum fyrirtækjum ofviða og þau neyðast til annaðhvort að leggja upp laupana eða selja afurð sína erlendum risafyrirtækjum. Hér dugar ekki að hugsa í árum eða kjörtímabilum heldur í áratugum fram í tímann, ekki um skyndigróða og skammtímatarnir, heldur fara fram með seiglu og festu og framsýni. Marel og Össur eru góð dæmi um velheppnuð fyrirtæki, sem byggja á íslensku hugviti og vel heppnaðri alþjóðlegri markaðssetningu. Ásgeir Jónsson fór í sínum fyrirlestri yfir hagkvæmni stóriðju sem valkost til að byggja upp atvinnulíf framtíðarinnar hér á landi. Hann benti á að fyrir eins og 100 árum var Ísland eitt mesta fátæktarbæli Evrópu, og að til þess að þjóðir gætu rifið sig upp úr slíkri örbirgð þyrfti eitthvert "stórt spark", sem dygði til að snúa þeim á braut hagvaxtar. Slíku hlutverki hefði sjávarútvegurinn gegnt hér á landi með vélvæðingu bátaflotans og togaravæðingunni. Hefði sjávarútvegurinn ekki náð því forskoti hefðu draumar Einars Benediktssonar í upphafi aldarinnar um nýtingu orkunnar í fallvötnum landsins og orkufrekan iðnað sennilega fengið það hlutverk að rífa Ísland upp úr miðaldaháttum sínum. En störfin við stóriðju eru fremur fá, þótt þau séu allvel borguð á íslenskan mælikvarða. Við eigum í keppni við þriðja heims lönd um að fá stóriðjuna til okkar og til þess verðum við að selja orkuna með tapi, eins og sést á því að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar á árunum 1998- 2003 var 2,9%, sem er minni en verðbólga. Auk þess þurfum við að veita stóriðjunni margvísleg skattfríðindi. Því hefur verið haldið fram að stóriðjan skjóti fleiri stoðum undir atvinnuvegi þjóðarinnar og minnki vægi sjávarútvegs og auki fjölbreytni í útflutningi. En ef svo fer fram sem horfir munu 40% af útflutningi landsmanna innan skamms verða ál og þessi afurð vera komin með sömu stöðu í útflutningi landsmanna og sjávarútvegurinn 1980. Áliðnaður er heldur ekki sveiflujafnandi. Ef eitthvað er, er álverð á heimsmarkaði nú mun sveiflukenndara en fiskverð. Íslendingar hafa ætíð þurft að bera stóriðjuna á höndum sér. Árið 1999 seldi Landsvirkjun 66% af framleiddri orku til stóriðju, en aðeins 38% af tekjunum komu þaðan. Stóriðjan er ekki lausn á landsbyggðarvandanum. Hún er fyrst og fremst byggðaþéttingartæki, sem gæti sogað vinnuafl til nokkurra byggðakjarna utan suðvesturhornsins. Sá þjóðhagslegi ábati, sem á undanförnum áratugum kann að hafa verið til staðar vegna stóriðjuframkvæmda á ekki lengur við. Þvert á móti, þær valda skekkju og truflun í hagkerfinu. Stóriðjan er því ekki nauðsyn heldur val, vegna þess að hagvöxtur héldi áfram fyrir eigin vélarafli, þótt hennar nyti ekki við. Óhjákvæmileg pólitísk niðurstaða mín, eftir að hafa hlýtt á málflutning þessara tveggja ungu manna er sú að ráðamenn okkar hafi enga trú á vaxtarmöguleikum frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný og fjölbreytt störf án handleiðslu ríkisvaldsins. Ellegar þá að Landsvirkjun sé vaxin þeim yfir höfuð og æði bremsulaus og stjórnlaus áfram í átt að hengiflugi. Þjóðin stendur frammi fyrir því vali að eflast af eigin rammleik við gefandi störf í krafti menntunar, hátækni og þekkingar eða selja alþjóðafyrirtækjum líkamskrafta sína við einhæf störf í risavöxnum málmbræðslufabrikkum. Hvora framtíðina kjósum við heldur börnum okkar og barnabörnum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun
Reykjavíkurakademían hefur í vetur gengist fyrir vitrænum umræðum um brennandi þjóðfélagsmál og fengið til liðs við sig sérfróða menn og boðið stjórnmálaflokkunum jafnframt til þátttöku. Ein slík fyrirlestraröð hefur farið fram í haust og vetur undir heildarheitinu Virkjun lands og þjóðar. Síðastliðinn laugardag voru þar framsögumenn dr. Jón Ágúst Þorsteinsson, formaður nýstofnaðra samtaka sprotafyrirtækja, og Ásgeir Jónsson, hagfræðingur og lektor við Háskóla Íslands. Báðir reyndu framsögumenn að forðast pólitík í framsöguerindum sínum. Engu að síður varð vart hjá því komist að álykta af ræðum þeirra beggja að Íslendingar standa nú sem þjóð frammi fyrir vali, þýðingarmiklu og afdrifaríku vali, um það hvernig þeir kjósa að verja mannauði sínum í framtíðinni. Trúa þeir á vaxtarmöguleika frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný, fjölbreytt og arðvænleg störf án handleiðslu ríkisvaldsins? Eða telja þeir að eina leiðin til hagsældar sé að ríkisvaldið dragi hingað alþjóðleg málmbræðslufyrirtæki með útsölu á orkulindum og fyrirheitum um lægri kaupgreiðslur en fyrirtæki þessi eiga að venjast í þessum heimshluta? Sprotafyrirtæki eru hátæknifyrirtæki, sem fyrst og fremst byggjast á þekkingu, sem oftar en ekki er áunnin í nánu samstarfi háskóla eða tækniskóla og atvinnulífs. En til þess að hugmyndir sem þannig verða til skili arði inn í íslenskt þjóðlíf, þurfa þær fyrst að verða að vöru og um framleiðsluna verður að stofna fyrirtæki. Langan tíma tekur að þróa vöruna, ekki er óalgengt að fyrstu árin fari þriðjungur af veltu til vöruþróunar. Þau eru því framan af rekin með bókhaldslegu tapi og þurfa mikið og þolinmótt fjármagn til að lifa af bernskuskeiðið. Áhættan er líka mikil, aðeins fá þeirra lifa af þessi fyrstu ár til að ná þeim milljarði í veltu, sem gjarnan er notaður sem mælikvarði á, hvort fyrirtækið eigi möguleika á framhaldslífi og sjálfbærri tilveru. En ekki er nóg að hafa þróað úrvalsvöru og aflað henni jafnvel einkaleyfa. Varan verður að slá í gegn víðar en á okkar litla og takmarkaða heimamarkaði. Og markaðssetningin reynist raunar mörgum þessum fyrirtækjum ofviða og þau neyðast til annaðhvort að leggja upp laupana eða selja afurð sína erlendum risafyrirtækjum. Hér dugar ekki að hugsa í árum eða kjörtímabilum heldur í áratugum fram í tímann, ekki um skyndigróða og skammtímatarnir, heldur fara fram með seiglu og festu og framsýni. Marel og Össur eru góð dæmi um velheppnuð fyrirtæki, sem byggja á íslensku hugviti og vel heppnaðri alþjóðlegri markaðssetningu. Ásgeir Jónsson fór í sínum fyrirlestri yfir hagkvæmni stóriðju sem valkost til að byggja upp atvinnulíf framtíðarinnar hér á landi. Hann benti á að fyrir eins og 100 árum var Ísland eitt mesta fátæktarbæli Evrópu, og að til þess að þjóðir gætu rifið sig upp úr slíkri örbirgð þyrfti eitthvert "stórt spark", sem dygði til að snúa þeim á braut hagvaxtar. Slíku hlutverki hefði sjávarútvegurinn gegnt hér á landi með vélvæðingu bátaflotans og togaravæðingunni. Hefði sjávarútvegurinn ekki náð því forskoti hefðu draumar Einars Benediktssonar í upphafi aldarinnar um nýtingu orkunnar í fallvötnum landsins og orkufrekan iðnað sennilega fengið það hlutverk að rífa Ísland upp úr miðaldaháttum sínum. En störfin við stóriðju eru fremur fá, þótt þau séu allvel borguð á íslenskan mælikvarða. Við eigum í keppni við þriðja heims lönd um að fá stóriðjuna til okkar og til þess verðum við að selja orkuna með tapi, eins og sést á því að arðsemi eiginfjár Landsvirkjunar á árunum 1998- 2003 var 2,9%, sem er minni en verðbólga. Auk þess þurfum við að veita stóriðjunni margvísleg skattfríðindi. Því hefur verið haldið fram að stóriðjan skjóti fleiri stoðum undir atvinnuvegi þjóðarinnar og minnki vægi sjávarútvegs og auki fjölbreytni í útflutningi. En ef svo fer fram sem horfir munu 40% af útflutningi landsmanna innan skamms verða ál og þessi afurð vera komin með sömu stöðu í útflutningi landsmanna og sjávarútvegurinn 1980. Áliðnaður er heldur ekki sveiflujafnandi. Ef eitthvað er, er álverð á heimsmarkaði nú mun sveiflukenndara en fiskverð. Íslendingar hafa ætíð þurft að bera stóriðjuna á höndum sér. Árið 1999 seldi Landsvirkjun 66% af framleiddri orku til stóriðju, en aðeins 38% af tekjunum komu þaðan. Stóriðjan er ekki lausn á landsbyggðarvandanum. Hún er fyrst og fremst byggðaþéttingartæki, sem gæti sogað vinnuafl til nokkurra byggðakjarna utan suðvesturhornsins. Sá þjóðhagslegi ábati, sem á undanförnum áratugum kann að hafa verið til staðar vegna stóriðjuframkvæmda á ekki lengur við. Þvert á móti, þær valda skekkju og truflun í hagkerfinu. Stóriðjan er því ekki nauðsyn heldur val, vegna þess að hagvöxtur héldi áfram fyrir eigin vélarafli, þótt hennar nyti ekki við. Óhjákvæmileg pólitísk niðurstaða mín, eftir að hafa hlýtt á málflutning þessara tveggja ungu manna er sú að ráðamenn okkar hafi enga trú á vaxtarmöguleikum frjáls hagkerfis og getu til að skapa ný og fjölbreytt störf án handleiðslu ríkisvaldsins. Ellegar þá að Landsvirkjun sé vaxin þeim yfir höfuð og æði bremsulaus og stjórnlaus áfram í átt að hengiflugi. Þjóðin stendur frammi fyrir því vali að eflast af eigin rammleik við gefandi störf í krafti menntunar, hátækni og þekkingar eða selja alþjóðafyrirtækjum líkamskrafta sína við einhæf störf í risavöxnum málmbræðslufabrikkum. Hvora framtíðina kjósum við heldur börnum okkar og barnabörnum?
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun