Markaðsráðandi fyrirtæki í Silfri 11. mars 2005 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn eru Friðrik G. Friðriksson fararstjóri, Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður, Gísli Marteinn Baldursson, Karl Th. Birgisson, Agnes Bragadóttir og Sigurður G. Guðjónsson. Fleiri gestir eiga náttúrlega eftir að bætast í þennan hóp. Friðrik kemur í þáttinn til að ræða samkeppnismál, markaðsráðandi fyrirtæki og vöruverð, en hann hefur erfiða reynslu af því að keppa við stóra aðila á þessum markaði - sagðist meðal annars í grein um daginn vera eini Íslendingurinn sem ekki má kaupa nauðsynjar í Bónusverslunum landsins. Jóhanna Kristjónsdóttir ræðir lýðræðisþróun í Miðausturlöndum, einkum í Sýrlandi og Líbanon. Er hún yfirleitt til staðar, og ef svo er - er hún þá Bandaríkjunum að þakka? Hvernig stendur á því að 70 þúsund manns mótmæla afskiptum Sýrlendinga af innanlandsmálum í Líbanon, en nokkrum dögum síðar kemur sama hálf milljón Líbana til að mótmæla afskiptum Vesturlanda? Er hætta á meiri ófriður blossi upp á svæðinu? Fréttir vikunnar verða einnig til umfjöllunar, þá ekki síst ráðning fréttastjóra á Ríkisútvarpinu, hugsanleg yfirtaka fjárfesta á Morgunblaðinu, Reykjavíkurflugvöllur, upplausn í R-listanum, formannsslagur í Samfylkingunni, sala Símans og væntanlega ýmislegt fleira.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun