Avion opnar nýjar höfuðstöðvar 24. febrúar 2005 00:01 Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Eigendur Avion geta ekki kvartað yfir slæmu gengi fyrirtækisins, reksturinn hefur dafnað og félagið tekið yfir önnur félög eins og hið breska Excel. Þá er dótturfélagið Atlanta orðið stærst sinnar tegundar á heimsvísu. Hluta þessa mikla vaxtar má rekja til þeirra breytinga í flugheiminum að flugfélög hafa í æ meira mæli kosið að leigja flugvélar og minnka flugvélaflota í sinni eigu. Avion hefur nú 66 vélar á sínum snærum sem leigðar eru út um heim allann og hjá félaginu starfa um 3200 manns. Til gefa einhverja hugmynd um stærð Avion má geta þess að velta fyrirtækisins á síðasta ári var 1,2 milljarðar bandaríkjadala. Það er rúmlega tvöföld velta Flugleiða. Það var forseti Íslands sem opnaði höfuðstöðvarnar formlega í dag og rifjaði við það tækifæri upp sögu Avion Group sem hófst með kaupum Arngríms Jónhannssonar, kenndum við Atlanta, á einni flugvél fyrir um 15 árum. Forsetinn segir að það hafi verið fræg þota sem hafi fengið nafnið þjóðarþotan í fjölmiðlum á Íslandi. Félag sem hafi rekið hana hafi fengið lán hjá ríkinu en ekki borgað og á endanum hafi því fjármálaráðuneytið átt þotuna. Hann hafi sem fjármálráðherra setið uppi með þotuna og allt hafi ætlað að verða brjálað yfir því hvað hann ætlaði að gera við hana. Þá hafi birst einn góðan veðurdag maður sem hann hefði eiginlega aldrei hitt áður og var flugmaður. Hann hafi sagst vilja kaupa þotuna og Ólafur viðurkennir að hafa selt honum þotuna út á andlitið. Í opnunarræðu fullvissaði forsetinn viðstadda Breta um að útrás Íslendinga þar í landi væri rétt nýhafin með orðunum: „You´ve ain´t seen nothing yet.“ Hvað Avion varðar virðist það eiga við rök að styðjast. Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Avion Group, segir að félagið sé alltaf að skoða ný tækifæri og það verði að gera til að halda sér í þeim vexti sem það hafi verið í. Hann geti vel trúað því að einhverra frétta verði að vænta fljótlega.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira