Innlent

Vélamiðstöðin seld

Íslenska gámafélagið ehf. hefur keypt Vélamiðstöðina ehf. af Reykjavíkurborg og Orkuveitu Reykjavíkur. Kaupverðið var 735 milljónir króna en auk þess tekur kaupandi yfir skuldir Vélamiðstöðvarinnar og lífeyrisskuldbindingar vegna starfsmanna. Íslenska gámafélagið reiknar með óbreyttum rekstri fyrirtækisins í nánustu framtíð en kaupendur sjá hins vegar möguleika á samlegðaráhrifum með öðrum skyldum rekstri sem þeir hafa með höndum. Reykjavíkurborg tekur einnig á sig auknar skyldur hvað varðar forgang starfsmanna Vélamiðstöðvarinnar til starfa hjá borginni komi til uppsagna í kjölfar eigendaskipta að fyrirtækinu.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×