Sorgarsögur á djamminu 28. júní 2004 00:01 Stuð milli stríða Þórarinn Þórarinsson er löngu hættur að drekka en er fyrst núna að gefast upp á djamminu. Sá ágæti ameríski sófaheimspekingur Hómer Simpson var einhvern tíma skipað að vera edrú í mánuð. Helsta uppgötvunin sem hann gerði á því tímabili var að hornabolti væri hundleiðinleg íþrótt. Eitthvað sem maður áttar sig ekki á þegar maður situr ofurölvi á áhorfendapöllunum. Ég hef verið í þessum sporum Hómers undanfarið ár og er enn engu nær um hafnarbolta en þeim mun fróðari um hversu hundhelvíti leiðinlegt og tilgangslaust þetta svokallaða "djamm" er. Þetta brölt gengur helst út á að berja mann og annan, eða öfugt, gera sig að fífli, og rekja raunir sínar og andlegar hremmingar fyrir daufum eyrum og ljúka þessu svo öllu með því að eðla sig í snarhasti til þess að geta vaknað tímanlega til þess að horfa á fótbolta, eða eitthvað álíka gáfulegt í sjónvarpinu, í þynnkunni. Sé þetta tilgangurinn eru áfengi eða aðrir vímugjafar vitaskuld meðalið. Án þess er þetta helgarsport með öllu óbærilegt. Sjálfum fannst mér þetta allt æðislegt og með öllu ómissandi þar til ég kláraði drykkjukvótann en eftir að ég fór að stunda þetta með óskerta athyglisgáfu hlýt ég að spyrja mig hvað í veröldinni ég hafi verið að eltast við og er skapi næst að stefna ÁTVR fyrir dómstóla og fara fram á skaðabætur fyrir þau 12 ár í lífi mínu sem fóru í sollinn og súginn. Ég meina, ekki getur þetta verið sjálfum mér að kenna? Gömlu klisjurnar um að maður sé manns gaman og brennivín sé vatn lífsins hrökkva skammt eftir að maður hefur setið að spjalli við allt "hressa" fólkið á djamminu og hlusta á það rekja raunir sínar og velta sér upp úr komplexum og minnimáttarkennd sinni tímunum saman á milli þess sem það ælir á gólfið og sullar á mann rauðvíni. Það hlýtur að vera hægt að drepa tímann með uppbyggilegri hætti. Er ekki Derrick ennþá í Sjónvarpinu á föstudagskvöldum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun
Stuð milli stríða Þórarinn Þórarinsson er löngu hættur að drekka en er fyrst núna að gefast upp á djamminu. Sá ágæti ameríski sófaheimspekingur Hómer Simpson var einhvern tíma skipað að vera edrú í mánuð. Helsta uppgötvunin sem hann gerði á því tímabili var að hornabolti væri hundleiðinleg íþrótt. Eitthvað sem maður áttar sig ekki á þegar maður situr ofurölvi á áhorfendapöllunum. Ég hef verið í þessum sporum Hómers undanfarið ár og er enn engu nær um hafnarbolta en þeim mun fróðari um hversu hundhelvíti leiðinlegt og tilgangslaust þetta svokallaða "djamm" er. Þetta brölt gengur helst út á að berja mann og annan, eða öfugt, gera sig að fífli, og rekja raunir sínar og andlegar hremmingar fyrir daufum eyrum og ljúka þessu svo öllu með því að eðla sig í snarhasti til þess að geta vaknað tímanlega til þess að horfa á fótbolta, eða eitthvað álíka gáfulegt í sjónvarpinu, í þynnkunni. Sé þetta tilgangurinn eru áfengi eða aðrir vímugjafar vitaskuld meðalið. Án þess er þetta helgarsport með öllu óbærilegt. Sjálfum fannst mér þetta allt æðislegt og með öllu ómissandi þar til ég kláraði drykkjukvótann en eftir að ég fór að stunda þetta með óskerta athyglisgáfu hlýt ég að spyrja mig hvað í veröldinni ég hafi verið að eltast við og er skapi næst að stefna ÁTVR fyrir dómstóla og fara fram á skaðabætur fyrir þau 12 ár í lífi mínu sem fóru í sollinn og súginn. Ég meina, ekki getur þetta verið sjálfum mér að kenna? Gömlu klisjurnar um að maður sé manns gaman og brennivín sé vatn lífsins hrökkva skammt eftir að maður hefur setið að spjalli við allt "hressa" fólkið á djamminu og hlusta á það rekja raunir sínar og velta sér upp úr komplexum og minnimáttarkennd sinni tímunum saman á milli þess sem það ælir á gólfið og sullar á mann rauðvíni. Það hlýtur að vera hægt að drepa tímann með uppbyggilegri hætti. Er ekki Derrick ennþá í Sjónvarpinu á föstudagskvöldum?
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun