Jólin

Rafræn kveðja og kortafé í styrk

Fé sem ætlað var til að prenta og senda út jólakort til starfsmanna Akureyrarbæjar hefur verið gefið til styrktarfélaga. Er það gert í annað sinn. Jón Birgir Guðmundsson, verkefnastjóri bæjarráðs, segir átján hundruð starfsmenn bæjarfélagsins falla það vel. Þeir hafi nær allir aðgang að netinu og jólakveðjur séu því sendar í tölvupósti. Styrkinn hlutu Hetjurnar, félag aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi, og Aflið, systursamtök Stígamóta á Akureyri, 75 þúsund krónur hvort.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.



×