Jólin

Föndruðu kort fyrir borgarstjóra

Um 100 krakkar úr fyrstu bekkjum Melaskóla sem sækja frístundaheimilið tóku sig til og föndruðu stærðarinnar jólakort handa Steinunni Valdísi Óskarsdóttur borgarstjóra. Kortið, sem er gert úr nokkrum síðum af stóru kartoni, var skreytt myndum eftir öll börnin og tók föndurgerðin um þrjá daga. Steinunn Valdís kom svo í heimsókn í gær til að taka við kortinu. Ásta Friðriksdóttir, leiðbeinandi í Selinu, segir að auk jólakveðjunnar hafi jólakortið verið þakklætisvottur til borgarstjóra fyrir þjónustu frístundaheimilanna.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.