Jól

Jólasveinar í Þjóðminjasafninu

Í ár, eins og endranær, munu íslensku jólasveinarnir koma við í Þjóðminjasafninu. Þeir eru hrekkjóttir pörupiltar sem eiga dálítið erfitt með að átta sig í tæknivæddri nútímaveröld en eiga lítið skylt við hinn alþjóðlega Sankti Kláus. Stekkjarstaur kom fyrstur, sunnudaginn 12. desember kl. 13 og nú koma þeir einn af öðrum á hverjum degi fram til jóla. Kertasníkir kemur síðastur á aðfangadag og verður fyrr á ferðinni en bræður hans, eða kl. 11. Einnig hefur heyrst að Grýla og Leppalúði ætli að elta Skyrgám í bæinn sunnudaginn 19. des. Allir eru velkomnir á Þjóðminjasafnið að heilsa upp á jólasveinana.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.