Skandall í afmæli KB bankamanns 14. júlí 2004 00:01 Þóra Karítas segir kjaftasögu úr þrítugsafmæli "Ég held ég sé ennþá fullur," sagði vinur minn þegar ég hitti hann á Skólavörðustígnum þegar hann var nýkominn úr 30 ára afmælisveislu ónefnds bankastarfsmanns í KB banka. Vinur minn hafði verið beðinn um að halda ræðu í afmælinu en í stað þess að halda hefðbundna lofræðu tjáði hann veislugestum hvað honum hefði þótt erfið tilhugsun að láta sjá sig í þessu afmæli. Hann notaði tækifærið til að rifja upp þann tíma sem afmælisbarnið hafði leitt hann út í gjaldþrot og endaði á því að biðja fólk um að skála fyrir manninum sem hafði svívirt minningu foreldra sinna. Að þeim orðum loknum var klappað í salnum, hversu einkennilegt sem það má virðast, en vinur minn hljóp út í geðshræringu. Afmælisbarnið gekk út á eftir vini mínum til að biðja hann um að snúa aftur. Hann lét til leiðast en eftir að komið var inn sturtaði vinur minn í sig slatta af áfengi og byrjaði að rífast við afmælisbarnið yfir þveran og endilangan veislusalinn. Því næst stoppaði hann hljómsveitina í miðju lagi og ákvað að halda aðra ræðu. Ég fer ekki út í innihald þeirra ræðu af siðferðilegum ástæðum en hafi fyrri ræðan haft einhver áhrif er víst að seinni ræðan náði gjörsamlega að drepa alla stemningu á staðnum. Sumir veislugestanna forðuðu sér heim og ættingjar afmælisbarnsins urðu viti sínu fjær af reiði. Dyravörðurinn gerði að lokum tilraun til að henda vini mínum út og sú tilraun heppnaðist eftir að nokkrir stæðilegir karlmenn komu til aðstoðar. Þrátt fyrir allar hrakfarirnar var vinur minn ósköp venjulegur þegar ég hitti hann tuttugu mínútum síðar á Skólavörðustígnum. Hann sagði mér frá afmælinu viðburðaríka fremur rólegur í fasi og vottaði ekki fyrir eftirsjá yfir gjörðunum. Enda er vinur minn að læra leiklist og var ráðinn af afmælisbarninu til að setja uppákomuna á svið til að hrista upp í samkomunni, hversu einkennilegt sem það má virðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Þóra Karítas segir kjaftasögu úr þrítugsafmæli "Ég held ég sé ennþá fullur," sagði vinur minn þegar ég hitti hann á Skólavörðustígnum þegar hann var nýkominn úr 30 ára afmælisveislu ónefnds bankastarfsmanns í KB banka. Vinur minn hafði verið beðinn um að halda ræðu í afmælinu en í stað þess að halda hefðbundna lofræðu tjáði hann veislugestum hvað honum hefði þótt erfið tilhugsun að láta sjá sig í þessu afmæli. Hann notaði tækifærið til að rifja upp þann tíma sem afmælisbarnið hafði leitt hann út í gjaldþrot og endaði á því að biðja fólk um að skála fyrir manninum sem hafði svívirt minningu foreldra sinna. Að þeim orðum loknum var klappað í salnum, hversu einkennilegt sem það má virðast, en vinur minn hljóp út í geðshræringu. Afmælisbarnið gekk út á eftir vini mínum til að biðja hann um að snúa aftur. Hann lét til leiðast en eftir að komið var inn sturtaði vinur minn í sig slatta af áfengi og byrjaði að rífast við afmælisbarnið yfir þveran og endilangan veislusalinn. Því næst stoppaði hann hljómsveitina í miðju lagi og ákvað að halda aðra ræðu. Ég fer ekki út í innihald þeirra ræðu af siðferðilegum ástæðum en hafi fyrri ræðan haft einhver áhrif er víst að seinni ræðan náði gjörsamlega að drepa alla stemningu á staðnum. Sumir veislugestanna forðuðu sér heim og ættingjar afmælisbarnsins urðu viti sínu fjær af reiði. Dyravörðurinn gerði að lokum tilraun til að henda vini mínum út og sú tilraun heppnaðist eftir að nokkrir stæðilegir karlmenn komu til aðstoðar. Þrátt fyrir allar hrakfarirnar var vinur minn ósköp venjulegur þegar ég hitti hann tuttugu mínútum síðar á Skólavörðustígnum. Hann sagði mér frá afmælinu viðburðaríka fremur rólegur í fasi og vottaði ekki fyrir eftirsjá yfir gjörðunum. Enda er vinur minn að læra leiklist og var ráðinn af afmælisbarninu til að setja uppákomuna á svið til að hrista upp í samkomunni, hversu einkennilegt sem það má virðast.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun