Áminning í formi villimennsku 12. júlí 2004 00:01 Freyr Bjarnason fór á ljósmyndasýningu og fékk blákaldan raunveruleikann beint í æð.Stundum slær raunveruleikinn mann í andlitið þegar maður á síst von á því. Í Kringlunni er um þessar mundir í gangi ljósmyndasýning World Press Photo þar sem sýndar eru bestu myndir ljósmyndara víðs vegar að úr heiminum.Fyrir utan það að flestar myndirnar eru frábærlega vel teknar eru þær líka margar hverjar ansi sjokkerandi. Undirstrika þær svo ekki verður um villst hversu gott við Íslendingar höfum það og hversu vandamál okkar geta verið léttvæg miðað við þær hörmungar sem eru að gerast úti í heimi á degi hverjum.Margar myndir sitja ennþá ljóslifandi í kolli mínum. Ein er af mönnum sem hafa misst aðra löppina í stríði spila fótbolta á hækjum, önnur af manni sem heldur í mestu makindum á afhoggnu mannshöfði og enn önnur af hungruðu, sorgmæddu barni sem er ekkert nema skinnið og beinin. Svona lagað er erfitt að hrista úr minninu.Það er alltaf gott að fá svona áminningu, eins og ég vil kalla þessar myndir. Þær sýna að hér í heimi er villimennska og eymd grasserandi í stríðshrjáðum löndum sem ber að stöðva sem allra fyrst. Á sama tíma minna þær á hversu heppinn maður er að búa í ríku landi þar sem friður hefur ríkt í háa herrans tíð.Vonandi mun ég aldrei upplifa stríð heima á Íslandi, það er aðeins of mikill raunveruleiki fyrir minn smekk. Af tvennu illu vil ég samt frekar sjá hörmungarnar hangandi uppi á vegg í Kringlunni heldur en að þurfa að upplifa þær í mínum eigin bakgarði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stuð milli stríða Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Freyr Bjarnason fór á ljósmyndasýningu og fékk blákaldan raunveruleikann beint í æð.Stundum slær raunveruleikinn mann í andlitið þegar maður á síst von á því. Í Kringlunni er um þessar mundir í gangi ljósmyndasýning World Press Photo þar sem sýndar eru bestu myndir ljósmyndara víðs vegar að úr heiminum.Fyrir utan það að flestar myndirnar eru frábærlega vel teknar eru þær líka margar hverjar ansi sjokkerandi. Undirstrika þær svo ekki verður um villst hversu gott við Íslendingar höfum það og hversu vandamál okkar geta verið léttvæg miðað við þær hörmungar sem eru að gerast úti í heimi á degi hverjum.Margar myndir sitja ennþá ljóslifandi í kolli mínum. Ein er af mönnum sem hafa misst aðra löppina í stríði spila fótbolta á hækjum, önnur af manni sem heldur í mestu makindum á afhoggnu mannshöfði og enn önnur af hungruðu, sorgmæddu barni sem er ekkert nema skinnið og beinin. Svona lagað er erfitt að hrista úr minninu.Það er alltaf gott að fá svona áminningu, eins og ég vil kalla þessar myndir. Þær sýna að hér í heimi er villimennska og eymd grasserandi í stríðshrjáðum löndum sem ber að stöðva sem allra fyrst. Á sama tíma minna þær á hversu heppinn maður er að búa í ríku landi þar sem friður hefur ríkt í háa herrans tíð.Vonandi mun ég aldrei upplifa stríð heima á Íslandi, það er aðeins of mikill raunveruleiki fyrir minn smekk. Af tvennu illu vil ég samt frekar sjá hörmungarnar hangandi uppi á vegg í Kringlunni heldur en að þurfa að upplifa þær í mínum eigin bakgarði.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun