Hver er Sailesh? 6. ágúst 2004 00:01 Sailesh fæddist á hinni framandi eyju Fiji en ólst upp í Calgary, Alberta, Kanada. Fyrir um 10 árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Þeir "túruðu" saman um Norður Ameríku og Sailesh lærði allt sem hægt var að læra af gamla meistaranum. Hann hafði samt mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í 2 ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Það var svo fyrir nokkrum árum að leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency lágu saman og þróuðu þeir núverandi sýningu sem sló strax í gegn. Þessir ungu menn vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og það má með sanni segja að áhorfendur um allan heim hafi kunnað að meta þetta framtak. Sailesh býr nú í San Franciso, Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um öll Bandaríkin og víða veröld, er hann að með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð fyrir eina af stóru sjónvarpsstöðvunum i Bandaríkjunum. Geymsla Sailesh Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira
Sailesh fæddist á hinni framandi eyju Fiji en ólst upp í Calgary, Alberta, Kanada. Fyrir um 10 árum kynntist hann einum þekktasta dávaldi þess tíma og fór í læri hjá honum. Þeir "túruðu" saman um Norður Ameríku og Sailesh lærði allt sem hægt var að læra af gamla meistaranum. Hann hafði samt mikinn áhuga á því að brjóta upp gamla þekkta formið og gera eitthvað miklu meira krassandi með því að færa ótæmandi möguleika dáleiðslunnar inn í nútímann. Skráði sig í American Institution of Hypnotherapy í Kaliforníu þar sem hann lærði í 2 ár og útskrifaðist með gráðu í dáleiðslu. Það var svo fyrir nokkrum árum að leiðir Sailesh og Peter Kas hjá Metropolis Agency lágu saman og þróuðu þeir núverandi sýningu sem sló strax í gegn. Þessir ungu menn vildu sjá aukinn kraft, meiri hlátur og ögra áhorfendum meira en eldri dávaldar og það má með sanni segja að áhorfendur um allan heim hafi kunnað að meta þetta framtak. Sailesh býr nú í San Franciso, Kaliforníu og auk þess að ferðast stanslaust með sýningu sína um öll Bandaríkin og víða veröld, er hann að með nýjan sjónvarpsþátt í bígerð fyrir eina af stóru sjónvarpsstöðvunum i Bandaríkjunum.
Geymsla Sailesh Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir F1: The Movie frumsýnd í Egilshöll – sjáðu myndirnar Djúsí maísstönglar frá BBQ kónginum BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Tímamótasamningar í íslensku sjónvarpi Topp fimm tólin í verkfærakistuna Yfir 20.000 viðskiptavinir og tíföldun gengis á fimm árum Topplúgan kom á óvart á annars praktískum ferðatrukk Sjá meira