Viðskipti erlent

Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave

Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna.

Viðskipti erlent

Asíubréf lækkuðu í morgun

Hlutabréf á asískum mörkuðum lækkuðu í morgun, einkum bréf iðn- og framleiðslufyrirtækja hvers kyns. Bréf alþjóðlega námufyrirtækisins Rio Tinto Group, móðurfélags Alcan í Straumsvík, lækkuðu til að mynda um 5,3 prósentustig og Keppel-fyrirtækið, sem smíðar olíuborpalla, lækkaði um rúmlega sjö prósentustig eftir að stór pöntun til þess var dregin til baka.

Viðskipti erlent

Bagger sagður krónískur lygari

Danska lögreglan trúir ekki framburði fjársvikamannsins Stein Baggers. Hann er sagður krónískur lygari og segir aðstoðarsaksóknari allt eins líklegt að Bagger hafi grafið hluta af þýfinu í eyðimörkinni í Nevada meðan hann var á flótta í Bandaríkjunum.

Viðskipti erlent

Uppsagnir vegna Icesave

Hrun Icesave og slæmt ástand á fasteignamarkaði varð til þess að fasteignalánveitandinn Newcastle Building Society þarf að segja upp 150 manns. Félagið rekur sögu sína til 1863 en óx hratt á síðasta ári eftir að Northern Rock féll en þá voru 200 nýir starfsmenn ráðnir. Ákveðinn starfsemi Icesave var á hendi félagsins en eftir bankahrunið er hún það ekki lengur. Við það töpuðust 100 störf hjá Newcastle Building Society.

Viðskipti erlent

FIH þarf að segja upp fjórðungi starfsmanna

Danska dótturfyrirtæki gamla Kaupþings, FIH banki í Danmörku, mun þurfa að segja upp fjórðungi af starfsfólki sínu, eða um 100 manns. Útlán bankans eru að mestu til fyrirtækja en FIH gerir ráð fyrir verulegum samdrætti á árinu og eru ráðstafirnar til að bregðast við því. Með uppsögnunum mun bankinn spara um 2 milljarða íslenskra króna á þessu ári. Í frétt Reuters um málið kemur fram að gamli Kaupþing hafi reynt síðan í október að selja bankann en efnahagsástandið hafi ekki gert það mögulegt.

Viðskipti erlent

Mótmælt fyrir utan sendiráð Íslands

Um 200 innistæðueigendur Kaupþings mótmæltu fyrir utan íslenska sendiráðið í Brussel í dag. Fólk er óttaslegið um hag sinn og bíður þess að deilan leysist, segir sendiherra Íslands í Brussel. Nú þegar hafa stjórnvöld í Lúxemborg og Belgíu undirritað samkomulag um sölu Kaupþings í Lúxemborg.

Viðskipti erlent

Hyggjast niðurgreiða lærlingsstöður

Atvinnulausum nýútskrifuðum námsmönnum í Bretlandi verða boðnar lærlingsstöður þar sem launakostnaður verður niðurgreiddur af ríkinu. Þetta kemur fram í viðtali við John Denham vinnumálaráðherra í Daily Telegraph.

Viðskipti erlent

Hlutabréf japanskrar bruggverksmiðju hækka

Morguninn var mislitur í asískum kauphöllum og var ýmist um lækkun eða hækkun helstu hlutabréfavísitalna að ræða. Þannig lækkaði japanska Nikkei-vísitalan um tæpt hálft prósentustig en Hang Seng-vísitalan í Hong Kong þokaðist upp um rúmt prósentustig.

Viðskipti erlent

Mesta verðfall á olíu í sjö ár

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur fallið um 12% frá því í gærkvöldi og er þetta mesta verðfall á olíu á svo skömmum tíma á síðustu sjö árum. Verðið fór í 50 dollara á tunnuna í gærmorgun en var komið niður fyrir 43 dollara í morgun.

Viðskipti erlent

Lækkun á Asíumörkuðum

Hlutabréf lækkuðu í verði á Asíumörkuðum í morgun og fann kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo einna mest fyrir þeirri lækkun en bréf fyrirtækisins lækkuðu um 22 prósentustig í kjölfar yfirlýsingar um að tap yrði væntanlega á rekstrinum á nýafstöðnum ársfjórðungi í fyrsta sinn í tæp þrjú ár.

Viðskipti erlent