Viðskipti erlent

Búast við lítilsháttar samdrætti á evrusvæðinu

Búist er við því að hagkerfið á evrusvæðinu muni dragast lítillega saman á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnarinnar Evrópusambandsins. Þetta sagði Olli Rehn, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann kynnti efnahagsspá evruríkjanna. Talið er að samdrátturinn muni nema 0,3 prósentum en áður var talið að hagvöxtur yrði 0,1%. Aftur á móti gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7 prósent á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi.

Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar skarpt

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað nokkuð skarpt undanfarin sólarhring. Verðið á Brent olíunni er komið undir 115 dollara á tunnuna. Fyrir tveimur dögum stóð verðið hinsvegar í 118 dollurum á tunnuna og hefur því lækkað um tæp 3%.

Viðskipti erlent

Sjónvarpstæki Apple kemur í haust

Tæknirisinn Apple mun sviptahulunni af nýrri vöru í haust, sjónvarpstækinu iTV. Líklegt þykir að það verði gert á blaðamannafundi í haust en við sama tilefni verður ný og endurbætt útgáfa af Apple TV margmiðlunarspilaranum einnig kynnt til leiks.

Viðskipti erlent

Apple þróar snjall-úr

Bandaríska stórblaðið The New York Times greindi frá því á dögunum að tæknirisinn Apple hefði í hyggju að þróa nýstárleg snjall-úr. Samkvæmt heimildarmönnum blaðsins mun úrið keyra uppfærða útgáfu af iOS-stýrikerfinu sem einnig má finna í iPhone-snjallsímanum og iPad-spjaldtölvunni.

Viðskipti erlent