Erlent Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. Erlent 11.6.2006 10:30 Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. Erlent 10.6.2006 19:30 3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. Erlent 10.6.2006 19:00 Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Erlent 10.6.2006 18:45 Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. Erlent 10.6.2006 12:00 Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. Erlent 10.6.2006 11:45 Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. Erlent 10.6.2006 11:30 Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Erlent 9.6.2006 23:00 Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. Erlent 9.6.2006 22:32 Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Erlent 9.6.2006 22:30 Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 9.6.2006 21:23 Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 16:00 Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 14:00 Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. Erlent 9.6.2006 10:30 Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 09:45 Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 09:15 Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 08:30 Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 08:00 Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51 Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 15:15 Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands. Erlent 8.6.2006 11:15 Heimsmarkaðsverð á olíu féll Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær. Erlent 8.6.2006 10:57 Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47 Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Erlent 8.6.2006 09:45 Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 8.6.2006 09:00 Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum. Erlent 8.6.2006 08:30 Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum. Erlent 8.6.2006 08:15 Tugi hafa látist vegna flóða í Kína Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Erlent 7.6.2006 22:46 Einn lést og sex særðust á Gaza í dag Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar. Erlent 7.6.2006 22:00 Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust. Erlent 7.6.2006 20:03 « ‹ ›
Sjálfsvíg í Guantanamo-fangelsinu Þrír fangar í Guantanamo-fangelsi Bandaríkjamanna á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í gær. Að sögn Bandaríkjahers hengdu þeir sig allir með snöru sem þeir höfðu sjálfir búið til úr rúmfötum og fatnaði. Erlent 11.6.2006 10:30
Slagsmál á bólivíska þinginu Til handalögmála kom á bólivíska þinginu fyrir helgi þegar stjórn og stjórnarandstaða deildu um löggjöf um vegaþjónustu sem stjórn landsins vill fella úr gildi. Stjórnarandstöðuþingmaður var ítrekað laminn í höfuðið áður en yfir lauk. Erlent 10.6.2006 19:30
3 fangar í Guantanamo látnir Þrír fangar sem eru í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu fundust látnir í klefum sínum í dag. Erlent 10.6.2006 19:00
Abbas boðar til þjóðaratkvæðagreiðslu Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, boðaði í dag til þjóðaratkvæðagreiðslu síðla í júlí þar sem meðal annars verður tekin afstaða til þess hvort viðurkenna skuli tilverurétt Ísraelsríkis. Atkvæðagreiðslan er umdeild meðal Palestínumanna. Erlent 10.6.2006 18:45
Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna Meira en fjórði hver Bandaríkjamaður trúir bókstaflega á Biblíuna samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup. Þetta er samt nokkuð lægra hlutfall en fyrir 30 árum, þegar um 38% þjóðarinnar trúði bókstaflega á orð hins heilaga rits. Erlent 10.6.2006 12:00
Mannskæð flóð í Kína Miklar rigningar ollu töluverðum flóðum í Guangdong-kantónu í Suður-Kína í morgun en töluvert hefur rignt og flætt á svæðinu síðustu daga. Þrjú göt komu á stíflu í Liuxi fljóti og reyndu mörg hundruð lögreglumenn að hefta vatnsflauminn með sandpokum. Erlent 10.6.2006 11:45
Rúmlega 30 uppreisnarmenn drepnir í Afganistan í vikunni Kanadískar og afghanskar hersveitir drápu meira en 30 uppreisnarmenn úr röðum Talibana í áhlaupi á vígi þeirra í vikunni. Allt logar í óeirðum í suðurhluta Afghanistan og maímánuður var einn sá blóðugasti síðan ráðist var inn í landið fyrir fjórum og hálfu ári. Erlent 10.6.2006 11:30
Mannfall á Gaza-svæðinu Fjölmargir hafa fallið í eldflaugaárásum Ísraela og Palestínumanna á Gaza-ströndinni í dag. Meðal fallinna eru sjö meðlimir fjölskyldu sem hafði komið saman á strönd til að gera sér glaðan dag. Vopnaður armur Hamas-samtakana ætlar ekki að virða vopnahlé og hótar á ný árásum á Ísraelsmenn. Erlent 9.6.2006 23:00
Mörgæsabolti í Suður-Kóreu HM-æðinu virðist engin takmörk sett. Jafnvel mörgæsir í Suður-Kóreu eru að missa sig. Sædýrasafn í Kóreu hefur brugðist við heimsmeistaramótinu í knattspyrnu með því að klæða fjórar mörgæsir í búninga þeirra liða sem keppa í G-riðli. Í þeim riðli er Kórea ásamt Togo, Sviss og Frakklandi. Börn og fullorðnir fylgdust með leik mörgæsanna og hvöttu þær áfram. Allir höfðu gaman að þessu, en fyrir hönd Suður-Kóreu verðum við nú að vona, að lið þeirra sýni aðeins meiri tilþrif á vellinum en mörgæsirnar gerðu. Okkur er þó til efs að nokkuð lið geti verið sætara. Erlent 9.6.2006 22:32
Ættingjar al-Zarqawis fagna píslarvættisdauða hans Ættingjar jórdanska al-Kaída leiðtogans Abu Musab al-Zarqawi komu saman í heimabæ hans, Zarqa, í Jórdaníu í dag til að fagna því sem þeir kalla píslarvættisdauða hans. Al-Zarqawi féll í loftárás Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöldið. Hann var enn á lífi þegar komið var að honum eftir árásina en hann lést skömmu síðar. Erlent 9.6.2006 22:30
Suu Kyi hugsanlega veik Fregnir hafa borist af því að Aung San Suu Kyi, leiðtoginn stjónarandstöðunnar í Myanmar, áður Búrma, hafi verið flutt á sjúkrahús. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Erlent 9.6.2006 21:23
Mannfall í loftárásum Ísraela á Gaza Að minnsta kosti níu Palestínumenn féllu og fjölmargir særðust í þremur flugskeytaárásum Ísraelshers á bílalestir á Gaza-ströndinni í dag. Talið er að háttsettur leiðtogi Hamas-samtakanna sé meðal þeirra sem særðust. Árásirnar eru sagðar svar við flugskeytaárásum Palestínumanna á ísraelskt landsvæði. Auk þess féllu að minnsta kosti sex Palestínumenn og á annan tug særðust í dag þegar skotið var á þá frá ísrelsku herskipi en mennirnir voru þá staddir á norðurhluta Gaza-strandarinnar. Erlent 9.6.2006 16:00
Spenna vex vegna morðsins á Samhadana Spenna hefur aukist fyrir botni Miðjarðarhafs í dag í kjölfar þess að Ísraelsher réð yfirmann öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni af dögum í Rafah á Gasaströndini í gærkvöld. Erlent 9.6.2006 14:00
Ökutækjabann í Bagdad Umferð ökutækja er bönnuð í Bagdad í dag eftir öldu ofbeldis, bílsprengja og skotárása úr bílum á ferð, síðan al-Zarqawi, leiðtogi al Qaeda samtakanna í Írak, var drepinn í loftárásum Bandaríkjamanna á miðvikudagskvöld. Erlent 9.6.2006 10:30
Rússar framselja eftirlýstan stríðsglæpamann Rússar hafa framselt Bosníu-Serbann Dragan Zelenovic til bosnískra yfirvalda, en hann hefur verið eftirlýstur vegna glæpa í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta hefur Interfax-fréttastofan eftir ónafngreindum heimildarmönnum í Moskvu. Erlent 9.6.2006 09:45
Leyfa notkun bóluefnis gegn leghálskrabbameini Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur í fyrsta sinn gefið leyfi fyrir því að nota bólefnið Gardasil gegn leghálskrabbameini. Bóluefnið, sem konur á aldrinum níu til tuttugu og sex ára geta notað, kemur í veg fyrir ákveðna veirusýkingu tengda kynmökum sem talin er leiða til leghálskrabbameins. Erlent 9.6.2006 09:15
Íbúar við Merapi snúa aftur Íbúar í þorpum nærri indónesíska eldfjallinu Merapi, sem flýðu heimili sín í gær vegna aukinnar virkni í fjallinu, sneru aftur til síns heima í dag þrátt fyrr að virknin væri enn mikil. Erlent 9.6.2006 08:30
Yfirmaður öryggismála drepinn á Gasaströndinni Yfirmaður öryggismála hjá palestínsku heimastjórninni var drepinn í gærkvöld í loftárás Ísraela á þjálfunarbúðir uppreisnarmanna í Rafa á suðurhluta Gasastrandarinnar. Maðurinn, Jamal Abu Samhadana, var ofarlega á lista Ísraela yfir eftirlýsta menn og grunaður um aðild að árás á bandaríska hersveit á Gasaströndinni árið 2003. Erlent 9.6.2006 08:00
Bóluefni gegn leghálskrabbameini á markað Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa heimilað notkun fyrsta bóluefnisins gegn algengustu tegundum leghálskrabbameins. Bóluefnið gæti bjargað lífi milljóna kvenna um allan heim. Fjöldi íslenskra kvenna hefur tekið þátt í rannsóknum á bóluefninu. Erlent 8.6.2006 22:51
Varað við hefndarárásum í Írak vegna dauða al-Zarqawi Khalid Khawaja, fyrrum aðstoðarmaður Osama bin Laden, varar við hefndaraðgerðum eftirmanna al-Zarqawis. Hann segir Zarqawi hafa dáið píslarvættisdauða og heilagt stríð í Írak, jihad, muni halda áfram. Erlent 8.6.2006 15:15
Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda Leiðtogar Eystrasaltsráðsins funda í dag í Reykjavík. Með því lýkur eins árs formennsku Íslands í ráðinu. Í ráðinu sitja löndin níu sem liggja að Eystrasaltinu auk Noregs og Íslands. Erlent 8.6.2006 11:15
Heimsmarkaðsverð á olíu féll Hráolíuverð á heimsmarkaði féll niður fyrir 70 dollara í fyrsta skipti í tvær vikur, nær samstundis og fréttir bárust um lát Zarqawis. Þetta mun hugsanlega hafa áhrif á olíuverð hérlendis, en olíufélögin Essó, Skeljungur og Olís tilkynntu öll um tveggja og hálfrar krónu hækkun á bensínlítranum í gær. Erlent 8.6.2006 10:57
Al-Zarqawi sagður hafa látist í loftárásum Abu Musab al-Zarqawi, æðsti maður al-Qaida samtakanna, lét lífið í nótt í loftáásum bandaríkjamanna á hús utan við höfuðborgina Bagdad. Erlent 8.6.2006 09:47
Tafir á Kastrup-flugvelli vegna fagfundar Nokkrar tafir urðu á flugi frá Kastrup-flugvelli í morgun vegna fagfundar starfsfólks í öryggisgæslu á vellinum. Á meðan á fundinum stóð voru mun færri við vopnaleit á flugvellinum og því mynduðust langar raðir við vopnaeftirlitið. Erlent 8.6.2006 09:45
Verstu flóð í A-Kína í þrjá áratugi Flóðin sem nú belja um austurhluta Kína eru þau verstu í þrjá áratugi, að sögn þarlendra stjórnvalda. 55 hafa látið lífið og 12 annarra er saknað og að minnsta kosti 378 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erlent 8.6.2006 09:00
Orkuverð sé farið að hafa áhrif á hagvöxt Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, telur að hækkandi orkuverð í landinu sé farið að hafa áhrif á hagvöxt. Greenspan kom fyrir Bandaríkjaþing í gær þar sem hann mat stöðuna í efnahagsmálum. Erlent 8.6.2006 08:30
Flýðu heimili sín vegna aukinnar virkni í Merapi Yfir fimmtán þúsund íbúar í þorpum í kringum eldfjallið Merapi í Indónesíu flýðu í morgun heimili sín vegna vaxandi eldvirkni í fjallinu. Merapi hefur látið á sér kræla undanfarnar vikur en í morgun spúði fjallið kröftuglega og mátti sjá voldugt öskuský standa upp úr gígnum. Erlent 8.6.2006 08:15
Tugi hafa látist vegna flóða í Kína Tugir manna hafa farist og hundruð þúsunda hafa misst heimili sín í flóðum í Kína undanfarna daga. Stormar hafa gengið yfir suðurhluta landsins síðastliðna viku með tilheyrandi flóðum og aurskriðum. Erlent 7.6.2006 22:46
Einn lést og sex særðust á Gaza í dag Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar. Erlent 7.6.2006 22:00
Myndband af sprengingu í Manchester gert opinbert Lögreglan í Manchesterborg í Englandi birti í dag myndband sem sýnir þegar sendibíll, fullur af sprengiefni, var sprengdur í loft upp fyrir utan matvöruverslun í miðborg Manchester fyrir tíu árum. Enginn lést í sprengingunni en 200 manns særðust. Erlent 7.6.2006 20:03