Erlent

Létust í biðröð eftir eldsneyti

Minnst 31 manneskja lést þegar bílsprengja sprakk við eldsneytistank í sjíahverfinu Sadr í Bagdad. Flestir þeirra sem létust voru konur sem stóðu í biðröð til þess að fá hreinsað bensín til að elda á. Sprengjuárásin er með stærstu árásum undanfarnar vikur.

Erlent

Bandaríkin hótuðu árás

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hitti George W. Bush að máli í gær í Hvíta húsinu. Heimsóknin komst í hámæli vegna ummæla sem Musharraf lét falla í viðtali í þættinum 60 Minutes á CBS fyrir fundinn; að Bandaríkjamenn hefðu hótað að „sprengja Pakistan aftur á steinöld“ ef ríkið fylkti ekki liði í „stríðinu gegn hryðjuverkum“.

Erlent

Heimild til að túlka Genfarsáttmálann

George W. Bush Bandaríkjaforseti náði í gær samkomulagi við hóp repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings um frumvarp að lögum um sérstaka herdómstóla, sem eiga að fjalla um mál fanga bandaríska hersins við Guantanamo á Kúbu.

Erlent

Fjórir grunaðir um hryðjuverk

Fjórir eru grunaðir um að hafa skipulagt sprengjuárásir á sendiráð Bandaríkjanna og Ísraels í Ósló. Danir segja meiri hættu stafa af litlum hryðjuverkahópum en þekktari samtökum á borð við Al Kaída.

Erlent

Vilhjálmur prins í herinn

Vilhjálmur prins, eldri sonur Karls Bretaprins, mun gegna herþjónustu í Blues and Royals-riddaraliðssveitinni, eins og yngri bróðir hans, Harry. Vilhjálmur mun þó væntanlega ekki fylgja félögum sínum í hersveitinni til Afganistans, skyldi hún verða send þangað, þar sem hann er annar í erfðaröðinni að krúnunni og því viðbúið að reynt verði að halda honum utan fremstu víglínu. Harry hefur hins vegar svarið að fylgja sveitinni í hvert það verkefni sem henni kann að verða falið á meðan hann þjónar í henni.

Erlent

Leiðtogarnir deila um Ísrael

Þúsundir stuðningsmanna Fatah-hreyfingarinnar, þeirra á meðal hundruð vopnaðra manna, gengu í mótmælagöngu gegn Hamas-samtökunum í Gaza-borg í gær. Andófið kemur í kjölfarið á bakslagi sem varð á stjórnarmyndunarþreifingum Hamas og Fatah, eftir að Mahmoud Abbas, æðsti yfirmaður Fatah og forseti Palestínu, lýsti því yfir á fundi allsherjarþings SÞ að væntanleg stjórn Palestínu myndi viðurkenna Ísrael sem ríki meðal ríkja.

Erlent

Mótmælendur færri og rólegri

Þúsundir Ungverja söfnuðust saman til að mótmæla lygahneykslinu í Búdapest í gærkvöldi, fimmta kvöldið í röð. Hópurinn var heldur fámennari og rólegri en kvöldið áður. Talsmenn stærsta stjórnarandstöðuflokksins greindu frá því á fimmtudag að ákveðið hefði verið að fresta fjöldafundi um helgina, vegna sprengjuhótana.

Erlent

Segulhraðlest ók á lestarvagn

Á þriðja tug fórust þegar tilraunahraðlest ók á um það bil 200 kílómetra hraða beint á kyrrstæðan viðgerðarvagn í Þýskalandi í gærmorgun, skammt frá landamærum Hollands.

Erlent

Allt gengur sinn vanagang í Tælandi

Valdaránið í Taílandi virðist varla hafa haft nokkur áhrif á daglegt líf í landinu. Allar stofnanir eru opnar og skriðdrekarnir á götum Bangkok virðast fremur draga ferðamenn að en hrekja þá frá.

Erlent

Hörð átök vegna aftaka á Indónesíu

Til harðra átaka kom á Austur-Indónesíu í morgun þegar hópur kristinna manna frelsaði mörg hundruð fanga úr fangelsum á svæðinu, lagði elda að bílum og rændi verslanir í eigu múslima.

Erlent

Kemur í fyrsta sinn fram opinberlega eftir átök

Hassan Nasrallah, leiðtogi Hizbollah-skæruliða, kom fram opinberlega í dag í fyrsta sinn síðan til átaka kom milli Ísraela og skæruliðahópsins í sumar. Nasrallah tekur þátt í miklum útifundi í Beirút, höfuðborg Líbanons, í dag.

Erlent

Sátt næst um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur samkomulag um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta. Frumvarpið lýtur meðal annars að því hversu langt bandaríska leyniþjónustan má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum.

Erlent

Öflug sprenging við bakarí í Suður-Þýskalandi

Að minnsta kosti einn er látinn eftir gassprengingu á bak við bakarí í þorpinu Lehrberg í Suður-Þýskalandi í morgun. Svo öflug var sprengingin að bakaríð jafnaðist við jörðu og er óttast að allt að tólf manns kunni að vera grafnir undir rústunum.

Erlent

Grunaðir um að hafa skotið á bænahús gyðinga í Osló

Lögreglan í Osló í Noregi hefur handtekið fjóra menn sem eru grunaðir um að hafa gert árás á bænahús gyðinga í borginni um síðustu helgi. Skotið var á bænahúsið. Einn þeirra handteknu var tekinn höndum í Þýskalandi síðasta sumar, grunaður um að skipuleggja hryðjuverkaárás þegar Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu stóð sem hæst.

Erlent

Benedikt páfi leitar sátta

Bendedikt páfi sextándi hefur boðið sendiherra múslimaríkja á fund sinn á mánudaginn í Vatíkaninu. Auk þess hefur hann boðið trúarleiðtogum múslima á Ítalíu á fundinn. Með fundinum ætlar páfi að freista þess að ná sátt við múslima en þeir eru honum margir æfareiðir vegna ummæla hans um Múhameð spámann.

Erlent

Ný aðildarríki ekki í Schengen

Tafir verða á þátttöku nýrra aðildarríkja Evrópusambandsins í Schengen-vegabréfaeftirlitinu. Á fundi innanríkis- og dómsmálaráðherra ESB var tilkynnt um tafir á uppsetningu nýs gagnagrunns eftirlitsins.

Erlent

Skáldkona sýknuð

Tyrkneskur rithöfundur þótti ekki hafa móðgað Tyrkland með því að láta armenska persónu í skáldsögu sinni tala um tyrknesku slátrarana. Úrskurðurinn vakti úlfúð mótmælenda.

Erlent

Sátt um hryðjuverkafrumvarp Bush

Náðst hefur sátt um umdeilt hryðjuverkafrumvarp Bush Bandaríkjaforseta og nokkrurra flokksbræðra hans sem settu sig upp á móti frumvarpinu. Frumvarpið lýtur að því hversu langt CIA, bandaríska leyniþjónustan, má ganga í yfirheyrslum á hryðjuverkamönnum og hvernig rétta eigi yfir þeim. Bush fagnaði samkomulaginu og sagði það eitt helsta tækið sem stjórnvöld hefðu til að vernda landið.

Erlent

Herstjórnin herðir tökin

Leiðtogar stjórnarbyltingarinnar í Taílandi hafa lagt strangar hömlur á alla stjórnmálastarfsemi í landinu. Þeir hafa tekið sér löggjafarvald, bannað starfsemi stjórnmálaflokka og fjórir af nánustu samstarfsmönnum Thaksins Shinawatras hafa verið hnepptir í varðhald.

Erlent

Lenti heilu og höldnu í gær

Bandaríska geimskutlan Atlantis lenti í gærmorgun á flugvelli Kennedy-geimferðastofnunarinnar í Flórída, eftir tólf daga veru í geimnum. Áhöfn var við góða heilsu og skælbrosandi, enda fegnir að komast heim heilir á húfi. Þeir voru sendir út í geim til að vinna við byggingu ISS, Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, í fyrsta sinn síðan Columbia geimskutlan sprakk í loft upp í geimnum árið 2003 og allir sjö í áhöfninni fórust.

Erlent

Vélhjólaforingi handtekinn

Einn af leiðtogum vélhjólagengisins Bandidos í Svíþjóð var handtekinn í Gautaborg í gær í tengslum við tvær bílasprengjur, sem sprungu þar í borg á þriðjudag og miðvikudag.

Erlent

Kröfur um að aftökum verði frestað

Fjölmargir baráttumenn fyrir mannréttindum ætla að vaka á götum Jakarta, höfuðborgar Indónesíu, í nótt og mótmæla aftöku þriggja herskárra kristinna manna á Súlavesí-eyju. Ekki er vitað með vissu hvar eða hvenær mennirnir verði teknir af lífi. Þó er talið að þeir verði dregnir fyrir aftökusveit rétt fyrir dögun í fyrramálið.

Erlent

Upplausn í pólskum stjórnmálum

Íhaldsflokkarnir í Póllandi hafa óvænt bundið enda á óstöðugt ríkisstjórnarsamstarf sitt við vinstriflokk svokallaðarar heimavarnarsinan eftir harðar deilur um fjárlög næsta árs. Allt bendir því til þess að boða þurfi til kosninga í landinu fljótlega.

Erlent

Pyntingar viðgangast enn í Írak

Pytingar eru að margra mati umfangsmeira og verra vandamál í Írak en þegar Saddam Hússein var þar forseti. Þetta segir segir Manfred Nowak, helsti sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í baráttunni gegn pyntingum.

Erlent

Kjarnorkuviðræðum við ESB miðar vel

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, sagði í dag að viðræðum við fulltrúa Evrópusambandsins um kjarnorkuáætlun stjórnvalda í Teheran miðaði vel. Þetta kom fram á blaðamannafundi forsetans í New York í dag. Hann sagðist vona að ekkert myndi trufla þær viðræður.

Erlent

Sýknaður af ákæru um að hafa móðgað Tyrki

Dómstóll í Tyrklandi sýknaði í dag Elif Shafak, þekktasta rithöfund landsins, af ákæru um að hafa móðgað Tyrki með skrifum sínum. Í skáldsögu Shafak er fjallað um morð á Armenum í Tyrklandi á árunum 1915 til 1923.

Erlent