Innlent

Hekla gæti gosið á næstunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gera má ráð fyrir því að Hekla geti gosið á næstunni. Þó er alls óvíst hvenær það verður. Mynd/ Stefán.
Gera má ráð fyrir því að Hekla geti gosið á næstunni. Þó er alls óvíst hvenær það verður. Mynd/ Stefán.
Búast má við því að Hekla geti gosið með skömmum fyrirvara, segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.

Hann segir að þrýstingur í kvikuhólfi undir Heklu sé sambærilegur við það sem hann var síðast þegar Hekla gaus. Þetta geti þýtt að langtímafyrirboði um gos í fjallinu sé kominn fram og að sýna þurfi aðgæslu.

Freysteinn segir að hins vegar séu skammtímafyrirboðarnir litlir jarðskjálftar og jarðskorpuhreyfingar. Þeir muni ekki sjást fyrr en nokkrum klukkustundum fyrir gos. Því sé ómögulegt að segja til um með vissu hvenær gos hefjist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×