Innlent

Nýútskrifaðir lögreglumenn hækki um 100 þúsund í grunnlaunum

Andri Ólafsson skrifar
Yfir hundrað lögreglumenn mótmæltu bágum kjörum fyrir utan skrifstofu Ríkissáttasemjara í dag. Þeir hafa haft lausa samninga í næstum ár og finnst hægt ganga í viðræðum.

Kjör lögreglumanna hafa dregist mikið aftur úr öðrum stéttum undanfarin ár. Grunnlaun þeirra eru að meðaltali 20% lægri en meðaltalsgrunnlaun opinberra starfsmanna. Lögreglumenn krefjast því að grunnlaun nýútskrifaðra lögreglumanna hækki úr rúmlega 200 þúsund krónum á mánuði í rúmar 300 þúsund krónur. Lögerglumenn vita að það er brött krafa en þeir eru líka orðnir langþreyttir en samningar við þá hafa verið lausir í 280 daga.

Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt og ætla ekki að fara í skipulögð veikindi til að knýja fram ítrustu kröfur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×