Innlent

Allt óvíst um frekari stuðning við lögregluna

BBI skrifar
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, getur ekkert sagt til um hvenær von er á frekari fjárframlögum til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann hefur skilning á þeim orðum Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra, að of langt hafi verið gengið í niðurskurði hjá lögreglunni á landinu. Hann segir að nú sé botninum náð, ekki verði gengið lengra og vonast til að hér eftir liggi leiðin upp.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í gær að lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300. Hann sagði að yfirvöld hefðu vissulega skilning á því að gengið hefði verið of langt í orði. Hins vegar vantaði skilninginn á borði.

„Ég geri ráð fyrir því að skilningur á borði þýði skilningur í krónum og aurum. Hingað til höfum við ekki haft þessar krónur og þessa aura," segir Ögmundur. „Þetta er vandinn sem allar stofnanir hafa þurft að súpa seyðið af, líka lögreglan." Hann vill þó koma því á framfæri að yfirvöld hafi reynt að sýna starfi lögreglunnar stuðning og nefnir þar sérstaklega baráttuna gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Hann vonast auk þess til þess að hér eftir liggi leiðin upp á við.

Þú getur ekkert sagt mér það núna hvort þú ætlar að bregðast við? spyr fréttamaður.

„Nei, það get ég ekki," segir Ögmundur og veit því ekki hvenær von er á þeim „stuðningi á borði" sem Stefán Eiríksson kallaði eftir.


Tengdar fréttir

Lögreglumenn ættu að vera 700 en ekki 300

Alltof langt hefur verið gengið í niðurskurði á löggæslu á höfuðborgarsvæðinu, segir lögreglustjóri. Á svæðinu ættu að vera vel yfir sjö hundruð lögreglumenn en ekki þrjú hundruð, ef við berum okkur saman við frændur okkar Norðmenn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×