Fleiri fréttir

2,1 milljarðs króna fjármögnun Oculis í höfn

Alþjóðlegir vaxtarsjóðir hafa fjárfest fyrir rúma tvo milljarða króna í lyfjaþróunarfyrirtækinu Oculis. Fyrirtækið hyggst reisa höfuðstöðvar í Sviss en efla um leið starfsemi sína hér á landi.

Húsaleiga námsmanna hækkar talsvert

Í tilkynningu til námsmanna segir að ástæða hækkunar húsaleigu megi fyrst og fremst rekja til mikillar hækkunar opinberra gjalda á síðustu tveimur til þremur árum.

Mikill vöxtur einkaneyslu í fyrra þrátt fyrir aukinn sparnað

Þrátt fyrir varnaðarorð forsetans um að Íslendingum gangi illa að safna í sjóði í góðæri er þjóðhagslegur sparnaður mun meiri en fyrir hrun og hefur ekki verið meiri í rúmlega hálfa öld. Hins vegar er einkaneysla að aukast mjög hröðum skrefum og óx hún hlutfallslega meira en ráðstöfunartekjur heimilanna í fyrra.

Atvinnuleysi 1,7 prósent

Hlutfall starfandi af mannfjölda var 79,2 prósent og hlutfall atvinnulausra af vinnuafli var 1,7 prósent í nóvember.

Gísli laut í lægra haldi fyrir dönskum banka

Lögfræðingurinn Gísli Gíslason hefur verið dæmdur til þess að greiða danska bankanum Jyske Bank 48.300 kr. danskar vegna ógreiddra eftirstöðva láns sem tekið var í janúar árið 2005.

Opna nýjar stöðvar í líkamsræktaræði

Bæði World Class og Reebok fitness undirbúa fjölgun stöðva en næsta haust munu þessar stærstu líkamsræktarkeðjur landsins halda úti 22 stöðvum. Stjórnendur rekja uppganginn til fólksfjölgunar og vitundarvakningar um hreyfingu.

Aðalbjörn til Gildis lífeyrissjóðs

Aðalbjörn Sigurðsson tók um áramót við stöðu forstöðumanns upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði. Ráðningin er liður í stefnu sjóðsins um aukna upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og almennings.

Subway greiði þrotabúi fimmtán milljónir

Stjarnan, félag sem á og rekur matsölustaði Subway hér á landi, hefur verið dæmt til þess að greiða þrotabúi EK1923, áður Eggert Kristjánsson hf., tæpar fimmtán milljónir kr. en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á milli jóla og nýárs.

Breytt framkvæmdastjórn Samskipa

Birgir Gunnarsson og Gunnar Kvaran, framkvæmdastjórar innflutnings- og útflutningssviðs, taka sæti í framkvæmdastjórn. Þá hefur millilandasvið verið lagt af og í stað koma þrjú ný svið.

Munu lækka veiðigjöld

Til stendur að veiðigjöld í sjávarútvegi verði lækkuð á litlar og meðalstórar útgerðir.

Norðlenska flytur innan tveggja ára

Norðlenska á Akureyri hefur sagt upp leigusamningi sínum og hyggst flytja höfuðstöðvar sínar úr núverandi húsnæði á Akureyri en sláturhús og kjötvinnslustöð hefur verið starfrækt á sama stað við Grímseyjargötu allar götur frá 1928.

Selja Ottó N. Þorláksson til Vestmannaeyja

Sjávarútvegsfyrirtækið HB Grandi hefur selt ísfisktogarann Ottó N. Þorláksson RE 203 til Ísfélags Vestmannaeyja. Söluverðið nemur 150 milljónum króna.

Ný stjórn Samtaka leikjaframleiðenda skipuð

Stjórnina skipa Vignir Örn Guðmundsson, CCP, formaður, Stefán Björnsson, Solid Clouds, varaformaður, Ívar Kristjánsson, 1939 Games, Haukur Steinn Logason, Radiant Games, og Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosi. Varamenn eru Alexandra Diljá Bjargardóttir, CCP, og Jóhann Helgi Ólafsson, Mousetrap.

Skiptum lokið í 60 milljarða gjaldþroti Nordic Partners

Fjárfestingafélagið, sem stofnað var af Gísla Þór Reynissyni árið 1996, var tekið til skipta árið 2011. Engar eignir fundust í búinu og námu kröfur 60 milljörðum króna. Engar greiðslur fengust upp í kröfurnar.

Starfsfólk Actavis ósátt og íhugar uppsagnir

Starfsmenn Actavis og Medis á Íslandi segja óvissu og ákvarðanir stjórnenda hafa skapað slæman starfsanda. Kvarta undan upplýsingagjöf og skráðu sig á jólahlaðborð sem síðan var blásið af. Rekstur móðurfélagsins Teva er þungur.

Styrmir Guðmundsson til Kviku banka

Styrmir Guðmundsson, sem starfaði síðast sem sjóðstjóri hjá Summu Rekstrarfélagi, hefur verið ráðinn til markaðsviðskipta Kviku banka. Hóf hann störf hjá fjárfestingabankanum fyrr í þessum mánuði.

OZ tapaði 179 milljónum í fyrra

Tæknifyrirtækið OZ tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins.

Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir

Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Seldi Domino's á Íslandi daginn fyrir fimmtugsafmælið

Birgir Þór Bieltvedt er viðskiptamaður ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Hann og aðrir fjárfestar seldu á árinu rekstur Domino's á Íslandi og nam söluverðið rúmum átta milljörðum króna.

Innkoma Costco viðskipti ársins

Koma bandaríska verslunarrisans Costco hingað til lands er viðskipti ársins að mati dómnefndar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Costco er sagt hafa breytt landslaginu í íslenskri verslun og hrist verulega upp í smásölumarkaðinum.

Ferðaþjónustan halar inn 535 milljarða

Gjaldeyristekjur ferðaþjónustunnar aukast um 15,5 prósent milli ára samkvæmt spá heildarsamtaka hennar. Útgjöld erlendra ferðamanna  hér á landi nema um 350 milljörðum króna.

Fjarri lagi að Smári sé Bitcoin-milljónamæringur

Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur að skilgreina þurfi rafræna gjaldmiðla á borð við Bitcoin áður en ráðist er í gerð lagaramma utan um þá. Einnig þurfi að fá botn í það hvað felist í greinum hegningarlaga um peningafals og gjaldmiðlaskipti, enda höfum við á undanförnum árum upplifað fjármálagjörninga sem áður voru taldir óhugsandi.

Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar

Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða.

Breytt landslag

Athyglisvert er að lesa um risakaup Disney á tilteknum eignum Twentieth­ Century Fox. Kaupverðið er ríflega 52 milljarðar Bandaríkjadala og greiðist að fullu með hlutabréfum í sameinuðu félagi. Þessi kaup, sem bíða staðfestingar samkeppnisyfirvalda, eru merkileg af mörgum ástæðum.

Sjá næstu 50 fréttir