Viðskipti innlent

Munu lækka veiðigjöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ætlunin er að afkomutengja veiðigjöldin í meira mæli með lækkunum á minni útgerðir.
Ætlunin er að afkomutengja veiðigjöldin í meira mæli með lækkunum á minni útgerðir. Vísir/Vilhelm
Endurskoðun á veiðigjöldum í sjávarútvegi er yfirvofandi. Haft er eftir Lilju Rafney Magnúsdóttur, formanni atvinnuveganefndar, á forsíðu Morgunblaðsins í dag að endurskoðunin hafi það ekki síst að markmiði að lækka veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir sem hún segir margar hverjar ekki hafa ráðið „við þá miklu hækkun sem varð á veiðigjaldinu 1. september“ siðastliðinn.

Hækkunin hafi í ýmsum tilfellum numið á bilinu 200 til 300 prósentum. Nú standi hins vegar til að afkomutengja gjöldin í meira mæli og gerir Lilja sér vonir um að vinna nefndarinnar, sem og vinna ráðuneytisins, muni ganga hratt fyrir sig.

Jafnframt segir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við blaðið að þegar þing kemur saman á ný eftir jólaleyfi muni hann leggja fram frumvarp að nýjum lögum um álagningu veiðigjalda. Hann segir frumvarpið muni miða að því að „veiðigjöld standi undir kostnaði ríkisins af fiskveiðistjórnuninni annars vegar og hins vegar ákveðinni hlutdeild af arði á auðlindinni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×