Viðskipti innlent

Aðalbjörn til Gildis lífeyrissjóðs

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Aðalbjörn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Gildi.
Aðalbjörn Sigurðsson hefur verið ráðinn til Gildi. mynd/gildi lífeyrissjóður

Aðalbjörn Sigurðsson tók um áramót við stöðu forstöðumanns upplýsingamála hjá Gildi-lífeyrissjóði. Ráðningin er liður í stefnu sjóðsins um aukna upplýsingagjöf til sjóðsfélaga og almennings. Þetta kemur fram í tilkynningu frá sjóðnum.

Aðalbjörn, sem er félagsfræðingur að mennt, starfaði áður sem útgáfu- og kynningarstjóri Kennarasambands Íslands. Hann hefur einnig starfað meðal annars sem fréttamaður á fréttastofu RÚV, sem blaðamaður og síðar fréttastjóri á Blaðinu og sem framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinafélags Austurlands. 

Sambýliskona Aðalbjörns er Sigríður Ingólfsdóttir flugfreyja og eiga þau tvö börn.

Gildi er þriðji stærsti lífeyrissjóður landsins og rekur bæði lögbundna samtryggingardeild og séreignardeild. Tíu stéttarfélög ásamt Samtökum atvinnulífsins eiga aðild að sjóðnum en öllum er heimilt að greiða í hann. Starfsemi Gildis lýtur eftirliti FME, auk innri og ytri endurskoðunar utanaðkomandi aðila.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,81
45
579.947
HAGA
1,26
17
196.221
GRND
0,99
9
132.365
EIM
0,78
12
143.123
SIMINN
0,7
10
227.493

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
N1
-1,2
4
96.398
SKEL
-1,07
4
109.235
MARL
-0,85
24
635.463
REITIR
-0,44
6
11.612
REGINN
-0,19
8
118.204