Viðskipti innlent

OZ tapaði 179 milljónum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ.
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ.
Tæknifyrirtækið OZ tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Minnkaði tapið nokkuð á milli ára, en í fyrra nam það 524 milljónum króna.

Samfellt tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins, sem Guðjón Már Guðjónsson stýrir, undanfarin ár og nemur það samanlagt ríflega 1,1 milljarði króna síðustu fjögur ár.

Tekjur OZ voru 95,6 milljónir króna í fyrra og jukust um 20 milljónir á milli ára, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eignir félagsins voru 213,8 milljónir í lok síðasta árs. 

Á meðal hluthafa OZ eru félög sem tengjast Guðjóni Má, Dvorzak Ísland í eigu Jóns Stephensonar von Tetzchner, erlend fjárfestingafélög, fjárfestingafélagið Investa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.



Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál






Fleiri fréttir

Sjá meira


×