Viðskipti innlent

OZ tapaði 179 milljónum í fyrra

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ.
Guðjón Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri OZ.

Tæknifyrirtækið OZ tapaði 179 milljónum króna á síðasta ári, eftir því sem fram kemur í nýbirtum ársreikningi félagsins. Minnkaði tapið nokkuð á milli ára, en í fyrra nam það 524 milljónum króna.

Samfellt tap hefur verið á rekstri fyrirtækisins, sem Guðjón Már Guðjónsson stýrir, undanfarin ár og nemur það samanlagt ríflega 1,1 milljarði króna síðustu fjögur ár.

Tekjur OZ voru 95,6 milljónir króna í fyrra og jukust um 20 milljónir á milli ára, að því er fram kemur í ársreikningnum. Eignir félagsins voru 213,8 milljónir í lok síðasta árs. 

Á meðal hluthafa OZ eru félög sem tengjast Guðjóni Má, Dvorzak Ísland í eigu Jóns Stephensonar von Tetzchner, erlend fjárfestingafélög, fjárfestingafélagið Investa og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins.


Fréttin birtist fyrst í Markaðinum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmálAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,14
3
21.345
REGINN
1
3
60.650
HEIMA
0,86
4
52.329
MARL
0,84
15
458.644
N1
0,47
4
63.914

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,97
1
506
HAGA
-0,78
3
31.514
REITIR
-0,69
2
19.910
ARION
-0,6
12
14.787
VIS
-0,43
1
1.975