Viðskipti innlent

Travelade hefur lokið fjármögnun upp á 160 milljónir

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Teymi Travelade og Crowberry Capital.
Teymi Travelade og Crowberry Capital. travelade

Sprotafyrirtækið Travelade hefur lokið 160 milljóna króna fjármögnun til að styðja við frekari vöxt félagsins. Hópur nýrra fjárfesta sem kemur inn í félagið er leiddur af Crowberry Capital, fjárfestingasjóði sem stofnaður var á árinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Er stjórn Travelade nú skipuð stofnendum þess Andra Heiðari Kristinssyni og Hlöðver Þór Árnasyni, ásamt Hjálmari Gíslasyni frá fjárfestingarfélaginu Investa og Heklu Arnardóttur frá Crowberry Capital.

Andri Heiðar Kristinsson, annar stofnenda Travelade, segir fyrirtækið ætla að leggja land undir fót, eftir góða byrjun á Íslandi.

„Markmið okkar er að gera það jafn auðvelt að finna afþreyingu fyrir draumaferðalagið og það er auðvelt að hlusta á tónlist á Spotify. Í dag er ekkert mál að bóka flug og gistingu á netinu, en kröfuharðir ferðalangar eiga erfitt með að finna einstakar upplifanir sem eru sérsniðnar að sínum ferðastíl. Svipað og þegar fólk byrjar að safna hugmyndum á Pinterest, þá auðveldum við hjá Travelade fólki að safna hugmyndum, hanna sitt draumaferðalag, og bóka alla afþreyingu á einum stað. Okkar ferðalag hófst á Íslandi en heimurinn er undir á næstu árum.“ 

Travelade er upplýsinga- og bókunarvefur fyrir ferðamenn sem hefur vaxið ört frá því að www.travelade.com fór í loftið síðastliðið sumar. Yfir 200 þúsund ferðamenn hafa nýtt sér þjónustu Travelade sem gerir fólki kleift að finna og bóka afþreyingu eftir sínum persónulega ferðasmekk.

„Þjónustan er nú þegar opin fyrir ferðamenn á leið til Íslands og Bosníu en fleiri lönd munu bætast við á næstunni. Markhópurinn er hin svokallaða Airbnb kynslóð, þ.e. fólk sem skipuleggur ferðir sínar sjálft á netinu og notast ekki við ferðaskrifstofur eða kaupir tilbúnar pakkaferðir. Framundan er ár mikils vaxtar hjá fyrirtækinu sem stefnir að því að verða leiðandi fyrirtæki í ferðatækni á alþjóðlega vísu,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.