Viðskipti innlent

Met í heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu

Atli Ísleifsson skrifar
Það munaði um gamlársdagsbaðið.
Það munaði um gamlársdagsbaðið. Vísir/Getty

Met var í heitavatnsnotkun á höfuðborgarsvæðinu milli klukkan 16:30 og 17:30 á gamlársdag. Þessa klukkustund nam rennslið í hitaveitu Veitna um 16,4 milljónum lítra og var þar með met í klukkustundarrennsli á heitu vatni frá þrettándanum 2014 slegið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veitum. Líklegt er talið að margir hafi skellt sér í sturtu eða bað fyrir kvöldið á þessum tíma sem skýri þessa miklu notkun.

„Fyrra klukkustundarmet, frá því síðdegis 6. janúar 2014, var 16.087 rúmmetrar en á milli klukkan 16:30 og 17:30 á gamlársdag 2017 nam rennslið 16.384 rúmmetrum.

Mikil orka er í þessum tæplega sextán og hálfu milljón lítra af heitu vatni og sé aflið reiknað til kunnuglegri stærða svarar það til hátt í þúsund megavatta. Það er á við samanlagðar stærstu vatnsaflsvirkjanir landsins, Kárahnjúka- og Búrfellsvirkjanir.

Rúmlega helming heita vatnsins fá Veitur frá jarðgufuvirkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu – Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun – um 40% eru sótt í jarðhitasvæði í Mosfellsbæ og um tíundi partur í jarðhitasvæði innan höfuðborgarinnar, í Laugarnesi og Elliðaárdal,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.