Viðskipti innlent

Bardagakappar og bókaormar leiða sama hesta sína

Stefán Ó. Jónsson skrifar
 Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen aðst.framkv.stjóri Mjölnis, Haraldur Dean Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis, Hafrún Kristjánsdóttir sviðstjóri íþróttafræðisviðs HR og Davíð Már Sigurðsson meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun við HR við undirritun samningsins.
Ingunn S. Unnsteinsdóttir Kristensen aðst.framkv.stjóri Mjölnis, Haraldur Dean Nelson framkvæmdastjóri Mjölnis, Hafrún Kristjánsdóttir sviðstjóri íþróttafræðisviðs HR og Davíð Már Sigurðsson meistaranemi í íþróttavísindum og þjálfun við HR við undirritun samningsins.

Mjölnir og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér tveggja ára samstarfssamning sem snýr að rannsóknum á líkamlegri getu, hreyfifærni og sálfræðilegum þáttum hjá keppnisfólki í félaginu. Mjölnir er í tilkynningu sagt vera fyrsta íþróttafélag landsins til að gera samning af þessu tagi við háskólann en félagið mun meðal annars veita meistaranema við HR í íþróttavísindum og þjálfun styrk meðan á rannsókninni stendur.

Haft er eftir Haraldi Dean Nelson, framkvæmdastjóra Mjölnis, í tilkynningunni að félagið sé mjög stolt af samstarfinu við Háskólann í Reykjavík og vonast hann til að þetta verði aðeins fyrstu skrefin að mörgum í samstarfi Mjölnis við háskólann.

„Við stóðum m.a. nýlega fyrir afar vel sóttum almennum fræðslufundi um heilahristing í íþróttum, viðbrögð og mögulegar afleiðingar og vorum fyrsta íþróttafélagið til að gera slíkt. Við höfum einnig fengið sérfræðinga til að fjalla um lyfjamál og fleira við okkar afreksfólk. Markmiðið er að standa reglulega að fræðslufundum í samstarfi við fagaðila um hin ýmsu málefni sem snúa að íþróttum og þjálfun og þetta samstarf styrkir okkur í Mjölni í því að taka eins faglega á málum og okkur er unnt,“ segir Haraldur.

Jafnframt er rætt í tilkynningu vi Hafrúnu Kristjánsdóttur, sviðstjóra íþróttafræðisviðs Háskólans í Reykjavík, sem tekur undir orða Haraldar.

„Við í HR erum mjög ánægð með þennan samning við nágranna okkar í Mjölni. Við hlökkum til að hjálpa keppnisliði Mjölnis að ná enn lengra með því tengja íþróttavísindi á enn öflugri hátt við þjálfun keppnisliðsins en áður hefur verið gert. Þessi samningur lýsir vel metnaði Mjölnis að standa faglega að allri þjálfun afreksmanna," segir Hafrún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.