Viðskipti innlent

Skiptum lokið í 104 milljóna gjaldþroti rafbílasölu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Gísli Gíslason var framkvæmdastjóri EVEN hf.
Gísli Gíslason var framkvæmdastjóri EVEN hf. vísir/Anton Brink

Skiptum er lokið á þrotabúi EVEN hf. án þess að greiðsla hafi fengist upp í lýstar kröfur sem samtals námu rúmlega 104 milljónum króna. Tilkynning um skiptalokin birtist í Lögbirtingablaðinu.

EVEN sá um sölu rafbíla hér á landi en erfiðleikar fyrirtækisins hófust undir lok árs 2015 þegar tafir urðu í afhendingu fimmtíu bíla af gerðinni Tesla Model X til viðskiptavina. Greint var frá málinu í DV.

„Þetta var tilraun sem náði ekki alla leið en olli því að fólk lítur jákvætt á rafbíla í dag,“ var haft eftir Gísla Gíslasyni, eiganda rafbílasölunnar, í samtali við DV.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.