Viðskipti innlent

Húsaleiga námsmanna hækkar talsvert

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Breytingarnar taka gildi 1. apríl.
Breytingarnar taka gildi 1. apríl. vísir/vilhelm
Stjórn Byggingafélags námsmanna ákvað á fundi sínum í lok síðasta mánaðar að hækka húsaleigu allra samninga frá og með 1. apríl næstkomandi um 7,5 prósent. Samhliða því hækka hússjóðsgjöld um þúsund krónur á mánuði 1. febrúar.

Í tilkynningu til námsmanna segir að ástæða hækkunar húsaleigu megi fyrst og fremst rekja til mikillar hækkunar opinberra gjalda á síðustu tveimur til þremur árum, sem koma til vegna ört hækkandi fasteignaverðs og þar með hærra fasteignamats. Þá hafi launakostnaður aukist undanfarin ár en félagið hafi mætt því með því að fækka stöðugildum.

Stjórnin bendir á að engar breytingar verði á núgildandi samningum heldur taki þær aðeins gildi á þeim samningum sem koma til endurnýjunar eftir 1. apríl.

Um hækkun hússjóðsgjalda segir að þau hafi ekki staðið undir rekstri að undanförnu. Kostnaður við rekstur þvottahúsa hafi verið hár vegna tíðra bilana í vélum og þá hafi umhirða og umsjón í kringum sorpskýli verið umtalsverð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×