Fleiri fréttir

Nýtt leikjafyrirtæki Þorsteins í QuizUp

Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla, vinnur að stofnun nýs fyrirtækis. Fyrirtæki hans QuizUp var selt til Bandaríkjanna um áramótin. Samkvæmt heimildum mun nýja fyrirtækið einnig starfa í leikjageiranum.

„Afkoma greinarinnar fer hratt versnandi“

Samtök ferðaþjónustunnar segja að fyrirhuguð hækkun virðisaukaskatts á fyrirtæki í ferðaþjónustu fari gegn lögum um opinber fjármál og gangi í berhögg við sjónarmið um meðalhóf við hækkun skatta. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afkomu fyrirtækja í greininni fara hratt versnandi.

Vindmylla Kickstarter-bræðra komin í sölu

Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir, sem nefndir hafa verið Kickstarter-bræðurnir, hafa hafið sölu á vindtúrbínu. Fjármögnun verkefnisins fór fram á fjáröflunarsíðunni Kickstarter árið 2014 en á ýmsu hefur gengið frá því að söfnunin hófst.

Gengi hlutabréfa í Icelandair rýkur upp

Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur rokið upp eftir að markaðir opnuðu í morgun en þegar þetta er skrifað hefur það hækkað um 7,73 prósent og nema viðskipti með bréfin 269 milljónum króna.

Fasteignaverð hækkar mun meira en laun og kaupmáttur

Frá áramótum hefur hægt talsvert á hækkun launavísitölu og aukningu kaupmáttar launa en á sama tíma hefur fasteignaverð haldið áfram að hækka hratt. Vísbendingar eru því um aukna skuldsetningu við fasteignakaup og að bólumyndun sé að hefjast.

Vilja funda með Ólafi fyrir luktum dyrum

Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fundur með athafnamanninum Ólafi Ólafssyni eigi ekki að vera opinn fjölmiðlum og almenningi. Slíkt geti reynst óskynsamlegt. Vill funda með Ólafi sem fyrst.

Hagar verða helmingi stærri

Hagar eru í færi til að auka veltu sína um helming með kaupum á Olís og Lyfju. Sérfræðingur í samkeppnisrétti telur víst að Samkeppniseftirlitið setji skilyrði fyrir kaupunum á Olís. Fjárfestar taka vel í viðskiptin.

Fagnar komu fiskeldis í Ólafsfjörð

Stefnt er að því að hefja 10.000 tonna fiskeldi í Ólafsfirði. Fulltrúar Arnarlax og sveitarstjórnarinnar munu undirrita viljayfirlýsingu þess efnis.

Ármann Þorvaldsson hættur í Virðingu og verður nýr forstjóri Kviku banka

Ármann Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kaupþings Singer & Friedlander í Bretlandi, mun taka við Sigurði Atla Jónssyni sem forstjóri Kviku fjárfestingabanka, samkvæmt heimildum Vísis. Greint var frá því fyrr í dag að Sigurður Atli hefði tilkynnt stjórn bankans að hann hefði ákveðið að láta af störfum.

Eftirlit með Íslandspósti ekki enn hafið

Sérstök eftirlitsnefnd, sem átti að fylgjast með því að Íslandspóstur færi eftir skilmálum sáttar ríkisfyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins, hefur ekki enn verið skipuð tíu vikum eftir að sátt náðist. Félag atvinnurekenda (FA) vekur athygli á þessu í frétt á vef félagsins.

Sigurður Atli hættir hjá Kviku

Sigurður Atli Jónsson, forstjóri Kviku fjárfestingabanka, hefur tilkynnt stjórn fyrirtækisins ákvörðun sína um að láta af störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Sigurður Atli hefur verið forstjóri Kviku frá 1. júlí 2011, en bankinn hét þá MP banki.

Ragnheiður Elín í stjórn Landsvirkjunar

Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra tekur sæti í stjórn Landsvirkjunar. Í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar eru konur í meirihluta stjórnar.

Gunnar Þór ráðinn til ESA

Gunnar Þór Pétursson, prófessor í lögfræði, hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs hjá Eftirlitsstofnun EFTA.

Búa sig undir Costco með kaupum á Olís

Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni.

Gagnrýndi pólitískar skipanir en fékk svo skipun í bankaráð

Þór Saari, fyrrverandi þingmaður, gagnrýndi pólitískar skipanir í bankaráð Seðlabankans harðlega á Alþingi árið 2009. Varaði við kaffisamsæti flokksgæðinga. Var svo sjálfur skipaður í bankaráðið af Pírötum á þriðjudag.

Hagar kaupa Olís

Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf.

Knarr Maritime ýtt úr vör

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra tilkynnti í dag um stofnun nýs markaðsfyrirtækis á sviði skipalausna.

Fjárfestir í Rósaseli fyrir tæpan milljarð

Kaupfélag Suðurnesja vill hefja framkvæmdir við verslunarkjarnann skammt frá Leifsstöð í haust. Útlit fyrir að fyrsti áfanginn verði nánast alfarið fjármagnaður af félaginu en skipulagsmál hafa tafið verkefnið.

Auka hlutafé Árvakurs um 400 milljónir króna

Hlutafé Árvakurs, útgefanda Morgunblaðsins, verður samkvæmt heimildum Markaðarins aukið um í kringum 400 milljónir króna á næstu vikum. Hlutafjáraukningin er langt á veg komin og taka núverandi eigendur félagsins þátt í henni.

Fleiri hross út þrátt fyrir styrkingu krónunnar

Útflutningur reiðhesta og kynbótagripa virðist vera að braggast. Styrking krónunnar gerir aðilum skráveifu og fá þeir minna fyrir hesta nú en áður. Milljarðatekjur hestamennsku árlega.

Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ

Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum.

Bjarni Már nýr upplýsingafulltrúi Rio Tinto

Bjarni Már Gylfason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi RioTinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Bjarni Már er hagfræðingur að mennt og hefur síðan 2005 verið hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Þar hefur hann unnið að kynningu, miðlun og greiningu á starfsumhverfi iðnaðar á Íslandi.

Sjá næstu 50 fréttir