Viðskipti innlent

Ragnheiður Elín í stjórn Landsvirkjunar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðar-og viðskiptaráðherra í síðustu ríkisstjórn.
Ragnheiður Elín Árnadóttir var iðnaðar-og viðskiptaráðherra í síðustu ríkisstjórn. vísir/gva
Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra tekur sæti í stjórn Landsvirkjunar. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra skipaði nýja stjórn á aðalfundi Landsvirkjunar í dag.

Auk Ragnheiðar taka Haraldur Flosi Tryggvason og Kristín Vala Ragnarsdóttir sæti í stjírninni í stað Jóns Bjarnar Hákonarsonar, Helga Jóhannessyno og Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru:

Jónas Þór Guðmundsson

Ragnheiður Elín Árnadóttir

Haraldur Flosi Tryggvason

Álfheiður Ingadóttir

Kristín Vala Ragnarsdóttir

Þetta er í fyrsta sinn í sögu Landsvirkjunar sem konur eru í meirihluta stjórnar.

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar eru: Ásta Björg Pálmadóttir, Páley Borgþórsdóttir, Lárus Elíasson, Ragnar Óskarsson og Albert Svan Sigurðsson.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson endurkjörinn formaður stjórnar og Haraldur Flosi Tryggvason var kjörinn varaformaður.

Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2016.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×