Viðskipti innlent

Eftirlit með Íslandspósti ekki enn hafið

Haraldur Guðmundsson skrifar
Nefndin verður hluti af skipulagi fyrirtækisins og skipuð af Íslandspósti, en tilnefningu nefndarmanna skal bera undir Samkeppniseftirlitið.
Nefndin verður hluti af skipulagi fyrirtækisins og skipuð af Íslandspósti, en tilnefningu nefndarmanna skal bera undir Samkeppniseftirlitið.
Sérstök eftirlitsnefnd, sem átti að fylgjast með því að Íslandspóstur færi eftir skilmálum sáttar ríkisfyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins, hefur ekki enn verið skipuð tíu vikum eftir að niðurstaðan lá fyrir. Félag atvinnurekenda (FA) vekur athygli á þessu í frétt á vef félagsins.  

„Samkvæmt ákvæðum sáttarinnar, sem var birt 17. febrúar, hefur eftirlitsnefndin það hlutverk að fylgja sáttinni eftir, taka við kvörtunum og taka ákvarðanir í samræmi við fyrirmæli sáttarinnar. Nefndin verður skipuð af Íslandspósti, en tilnefningu nefndarmanna skal bera undir Samkeppniseftirlitið til samþykktar eða synjunar. Tveir af þremur nefndarmönnum skulu vera óháðir Íslandspósti. Samkvæmt upplýsingum sem FA hefur fengið frá Samkeppniseftirlitinu hefur stofnunin nú tilnefningar Íslandspósts til skoðunar."

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segir mikilvægt að vandað verði til verks við skipun nefndarinnar en einnig að hún taki sem fyrst til starfa. 

„Ýmislegt bendir til að á þeim mánuðum sem eru liðnir frá því að sáttin var kunngjörð hafi ríkisfyrirtækið síst dregið af sér í framgöngu sinni gagnvart keppinautum með því að undirbjóða viðskipti og bregða fæti fyrir keppinauta með því að rýra viðskiptakjör þeirra. Nefndin mun því hafa nóg að gera um leið og hún hefur verið skipuð".

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×