Viðskipti innlent

Heildartekjur Icelandair jukust um 5%

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Vísir/Valgarður
Icelandair Group hefur birt afkomu fyrsta ársfjórðungs. Heildartekjur Icelandair jukust um 5% milli ára og námu 222,4 milljónum bandaríkjadala, eða sem nemur 23,8 milljörðum íslenskra króna.

Þá hafa tekjur af hótelgistingu nær tvöfaldast milli ára, námu 10,4 milljónum bandaríkjadala samanborið við 5,4 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi 2016.

Farþegum í millilandaflugi fjölgaði um 14 prósent og var fjölgunin mest í flugu myfir N-Atlantshafið, eða 40%

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs er í samræmi við afkomuáætlun sem við kynntum í byrjun febrúar. Við höfum gripið til margvíslegra aðgerða í rekstrinum til að ná fram hagræðingu og auknum tekjum. Vinna við þær aðgerðir gengur vel og í samræmi við áætlanir okkar. Við erum þess fullviss að við munum ná því markmiði sem við kynntum; að bæta afkomu félagsins um 30 milljónir USD á ársgrundvelli, þegar aðgerðirnar verða komnar að fullu til framkvæmda í ársbyrjun 2018,“ er haft eftir Bjórgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×