Viðskipti innlent

Hlutabréf Haga og Símans á flugi í kauphöllinni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Markaðurinn virðist taka vel í kaup Haga á Olís.
Markaðurinn virðist taka vel í kaup Haga á Olís. Vísir/Valli
Hlutabréf í Högum hafa þotið upp í kauphöllinni nú í morgun. Þegar þetta er skrifað hafa verð hlutabréfanna hækkað um 6,42 prósent í 680 milljón króna viðskiptum.

Ljóst er að markaðurinn tekur vel í kaup Haga á Olís en tilkynnt var kaupin í gær. Telja má víst að með kaupunum sé félagið að búa sig undir komu Costco þar sem meðal annars verður rekin eldsneytissala.

Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Finnur Árnason að með kaupunum væri félagið betur í stakk búið til þess að takast á við samkeppni.

Þá hefur verð hlutabréfa í Símanum einnig tekið kipp það sem af er degi. Verð hlutabréfa í félaginu hefur hækkað um 5,09 prósent í 653 milljón króna viðskiptum.

Félagið hagnaðist vel á fyrsta ársfjórðungi ársins en hagnaður félagsins nam 774 milljónum, samanborið við 310 milljón króna hagnað á sama tímabili á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Búa sig undir Costco með kaupum á Olís

Hagar skrifuðu í gær undir kaup á Olís fyrir 15 milljarða króna. Forstjóri Haga segir félagið betur í stakk búið til að takast á við samkeppni.

Hagar kaupa Olís

Félagið starfrækir það um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Þá á Olís 40% í Olíudreifingu ehf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×