Viðskipti innlent

Fyrrverandi þingmenn kjörnir í bankaráð Seðlabankans

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísir/GVA/Vilhelm/Valli/Anton
Sigurður Kári Kristjánsson, Þór Saari og Frosti Sigurjónsson koma nýir inn í bankaráð Seðlabankans en kosið var í ráðið á Alþingi í dag. Þremenningarnir eru allir fyrrverandi þingmenn.

Sigurður Kári var þingmaður Sjálfstæðisflokksins á árunum 2003 til 2009. Þór Saari, sem er varaþingmaður Pírata, var þingmaður Borgarahreyfingarinnar og Hreyfingarinnar á árunum 2009 til 2013. Frosti Sigurjónsson var þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013 til 2016.

Auk þeirra þriggja kemur Sveinn Agnarsson, dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands einnig nýr inn í bankaráðið.

Sigurður Kári, Þór, Frosti og Sveinn koma í  bankaráðið í stað Jóns Helga Egilssonar, Ingibjargar Ingvadóttur, Ragnars Árnasonar Ágústar Ólafs Ágústssonar.

Þórunn Guðmundsdóttur, Auður Hermannsdóttir og Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, voru einnig kjörin í bankaráðið af Alþingi en þau sátu fyrir í bankaráðinu. Þórunn er formaður bankaráðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×