Viðskipti innlent

Gengi hlutabréfa í Icelandair rýkur upp

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Icelandair Group kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær.
Icelandair Group kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær. vísir/vilhelm
Gengi hlutabréfa í Icelandair Group hefur rokið upp eftir að markaðir opnuðu í morgun en þegar þetta er skrifað hefur það hækkað um 7,73 prósent og nema viðskipti með bréfin 269 milljónum króna.

Hækkunina má vafalítið rekja til þess að fyrirtækið kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær en samkvæmt því jukust heildartekjur Icelandair Group um 5 prósent milli ára. Þær námu 222,4 milljónum bandaríkjadala eða sem samsvarar 23,8 milljörðum króna.

Þá tvöfölduðust tekjur af hótelgistingu milli ára. Þær voru 10,4 milljónir bandaríkjadala í ár samanborið við 5,4 milljónir dala á fyrsta ársfjórðungi ársins 2016.

Farþegum í millilandaflugi fjölgaði svo um 14 prósent og var fjölgunin mest í flugum yfir Atlantshafið eða um 40 prósent.

Í byrjun febrúar sendi Icelandair Group svarta afkomuviðvörun til Kauphallar Íslands. Hlutabréf í félaginu lækkuðu þá strax í kjölfarið um 24 prósent.


Tengdar fréttir

Væntingar fjárfesta til Icelandair Group voru óraunhæfar

Nýr stjórnarformaður Icelandair Group, Úlfar Steindórsson, segir engin áform um grundvallarbreytingar á rekstri flugfélagsins. Úlfar telur hátt hlutabréfaverð Icelandair Group í fyrra hafa byggst á óraunhæfum væntingum en að bréfin séu

Hlutabréf Icelandair lækkuðu um tæp 4%

Gengi hlutabréfa Icelandair Group lækkaði um 3,9 prósent í 277 milljóna króna viðskiptum í Kauphöll Íslands í dag. Það er nú 13,35 krónur á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í ágúst 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×