Viðskipti innlent

Bjarni Már nýr upplýsingafulltrúi Rio Tinto

Haraldur Guðmundsson skrifar
Bjarni Már Gylfason er nýr upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík.
Bjarni Már Gylfason er nýr upplýsingafulltrúi álversins í Straumsvík.
Bjarni Már Gylfason hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Rio Tinto á Íslandi sem rekur álverið í Straumsvík. Bjarni Már er hagfræðingur að mennt og hefur síðan 2005 verið hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Þar hefur hann unnið að kynningu, miðlun og greiningu á starfsumhverfi íslensks iðnaðar.

Í tilkynningu Rio Tinto er bent á að áður en Samtök álframleiðenda voru formlega stofnuð árið 2010 sinnti Bjarni sameiginlegu starfi þeirra innan Samtaka iðnaðarins. Hann hafi þar að auki kennt hagfræði og skyldar greinar við Verzlunarskóla Íslands 2000-2005 og starfað sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu og DV 1998-2000. Hjá RioTinto mun hann bera ábyrgð á samskipta- og kynningarmálum, almannatengslum, samskiptum við hagsmunaaðila auk stefnumótunar í sjálfbærri þróun og samfélagslegri ábyrgð.

Bjarni Már er kvæntur Jóhönnu Vernharðsdóttur viðskiptafræðingi og eiga þau fjögur börn. Hann kemur til starfa nú um mánaðarmótin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×