Fleiri fréttir

Verslunin Kostur lokar

Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi mun loka á næstu dögum. Eigandi Kosts segir tilkomu Costco hafa breytt aðstæðum verslunarinnar.

Tíu milljarða viðskipti

Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365.

Bitcoin tekur skarpa dýfu

Gengi rafmyntarinnar Bitcoin gagnvart Bandaríkjadal tók skarpa dýfu, alls um sextán prósent, í gær eftir mikinn uppgang undanfarinna daga.

Hugbúnaðarfyrirtækið Greenqloud selt á 5,3 milljarða króna

Salan fór fram í ágúst en kaupverð var birt nýverið. Það nam 51 milljón dala en það eru um 5,3 milljarðar króna. Fjárfestingafélög Björgólfs Thors, Birkis Kristinssonar og Vilhjálms Þorsteinssonar seldu sinn hlut í félaginu.

Nova kaupir Símafélagið og fer í samkeppni við bankana

Fjarskiptafyrirtækið Nova ætlar í aukna samkeppni við viðskiptabankana í samvinnu við Aur appið. Fyrirtækið hefur einnig fest kaup á öllu hlutafé Símafélagsins og ætlar að hætta að rukka fyrir símtöl og SMS.

Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar

Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn.

Komu á fót vef­síðu sem finnur hag­stæðasta hús­næðis­lánið

Aurbjörg er fjártæknivefsíða sem verkfræðineminn Ólafur Örn Guðmundsson stofnaði fyrir tveimur mánuðum ásamt Þórhildi Jensdóttur, kærustu sinni. Síðan auðveldar neytendum að finna hagstæðasta húsnæðislánið en stefnt er að uppfærslu fimmtudaginn 30. nóvember.

Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta

Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina.

Gífurlegar framkvæmdir í höfuðstöðvum Microsoft

Fyrirtækið kynnti á dögunum áætlun sína um að stækka höfuðstöðvar sínar í Redmond, Washington. Byggt verður á 2,5 milljón fermetra plássi og endurbygging mun einnig fara fram á núverandi svæði sem er um 6,7 milljónir fermetra.

Edda í samstarf við Strategíu

Ráðgjafafyrirtækið Strategía hefur fengið til liðs við sig Eddu Blumenstein til þess að innleiða svokallað Omni channel og grípa tækifærin sem felast í hinni stafrænnu byltingu.

Húsgagnahöllin hagnast um 77 milljónir

Húsgagnahöllin hagnaðist um 77 milljónir króna á síðasta rekstrarári fyrirtækisins eða frá marsbyjun 2016 til febrúarloka í ár. Afkoman var jákvæð um 53 milljónir árið áður.

Fákasel tapaði 199 milljónum rétt fyrir lokun

Hestagarðurinn Fákasel í Ölfusi tapaði 199 milljónum króna í fyrra en honum var lokað í febrúar síðastliðnum. Tapreksturinn frá opnun í janúar 2014 nam þá mörg hundruð milljónum króna og félagið fékk heimild til nauðasamninga.

Brynjar Þór til Stapa lífeyrissjóðs

Brynjar Þór Hreinsson, sem hefur verið forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Íslenskum verðbréfum (ÍV), hefur ráðið sig til Stapa lífeyrissjóðs, samkvæmt upplýsingum Markaðarins.

Icelandair semur við Statoil

Icelandair hefur samið við norska olíufélagið Statoil um milliliðalaus kaup á flugvélaeldsneyti fyrir flota fyrirtækisins. Samningurinn er til eins árs og mun taka gildi um næstu áramót eða þegar samkomulag flugfélagsins um kaup á eldsneyti af Skeljungi rennur út.

Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22 prósent

Samkvæmt stjórnarsáttmálanum verður fjármagnstekjuskattur á einstaklinga hækkaður úr 20 í 22 prósent. Á móti verður heimilað að draga fjármagnskostnað frá skattstofni. Fyrstu tillögur VG lutu að því að hækka skattinn í 30 prósent.

Ljótar kartöflur Matarsproti ársins

Ljótu kartöflurnar framleiða kartöfluflögur úr stórum og aflöguðum kartöflum sem hingað til hafa ekki verið nýttar til hefðbundinnar matreiðslu.

Mikið framboð af dýrum lúxusíbúðum

Mikið framboð er nú af dýrum lúxusíbúðum á höfuðborgarsvæðinu, en lítið bólar á minni og ódýrari eignum. Finna má dæmi um fermetraverð upp á 800 þúsund krónur í kringum miðborg Reykjavíkur.

Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“

Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“.

Erlend verslun að færast aftur heim

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu fagnar því að íslenskir kaupmenn taki þátt í alþjóðlegum afsláttardögum. Lögfræðingur hjá Neytendastofu segir lægra vöruverð alltaf jákvætt – en biður fólk þó að vera á varðbergi.

Sjá næstu 50 fréttir