Viðskipti innlent

Starfsmenn Vodafone eftir kaupin verða um 550

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björn Víglundsson, Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Pálmadóttir á starfsmannafundi 365 í morgun.
Björn Víglundsson, Stefán Sigurðsson og Ingibjörg Pálmadóttir á starfsmannafundi 365 í morgun. Vísir/Vilhelm

Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, og Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365, ræddu við starfsmenn 365 í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Skaftahlíð í morgun. Tilefnið var kaup Vodafone á stórum hluta 365 sem gengið var frá í gærkvöldi en um tíu milljarða króna viðskipti er að ræða.

Allur hluti 365 færist yfir til Vodafone að frátöldu Fréttablaðinu og Glamour. Stöð 2, Bylgjan, X-ið, FM957, Vísir auk tilheyrandi auglýsinga- og áskriftardeilda færast yfir til Vodafone. 

Starf ritstjóra fréttahlutans sem fer undir hatt Vodafone, þ.e. Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, verður auglýst á næstunni. Mun Capacent sjá um ferlið. Þangað til verður Kristín Þorsteinsdóttir áfram aðalritstjóri allra miðla fram að ráðningu nýs ritstjóra. Eftir það verður hún útgefandi og ritstjóri Fréttablaðsins.

Fréttablaðið mun á nýju ári setja í loftið nýjan vef, frettabladid.is. Efni úr Fréttablaðinu mun þó halda áfram að birtast á Vísi en samningur er þess efnis til tveggja ára. Sunna Karen Sigurþórsdóttir verður aðstoðarritstjóri á nýjum vef Fréttablaðsins.

Björn Víglundsson verður framkvæmdastjóri nýs sviðs hjá Vodafone sem heitir Miðlar. Hann ræddi sömuleiðis við starfsfólk í höfuðstöðvum 365 í morgun. Fundur með starfsmönnum Vodafone fór fram í hádeginu.

Starfsmenn hjá Vodafone eftir kaupin á stórum hluta 365 verður samanlagt um 550 manns eftir því sem fram kom í máli Stefáns í morgun. Starfsfólk mun ekki finna fyrir breytingum fyrr en á nýju ári. Stefnt er að því að öll starfsemi Vodafone verði á Suðurlandsbraut 8 innan tíðar.

Eins og fram kemur í fréttinni er Vísir frá og með deginum í dag í eigu Vodafone.


Tengdar fréttir

Tíu milljarða viðskipti

Vodafone tekur í dag við rekstri útvarps- og sjónvarpssviðs 365 ásamt visir.is og fjarskiptasviði 365.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,36
82
1.091.920
ORIGO
2,25
2
3.481
REITIR
1,24
3
101.924
HEIMA
0,91
1
11
ARION
0,87
3
130.285

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-0,84
1
200
VIS
-0,71
2
2.480
MARL
-0,52
10
181.238
FESTI
-0,2
3
42.932
SKEL
0
1
500
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.