Viðskipti innlent

Húsgagnahöllin hagnast um 77 milljónir

Haraldur Guðmundsson skrifar
Húsgagnahöllin seldi vörur fyrir rúman 1,3 milljarða.
Húsgagnahöllin seldi vörur fyrir rúman 1,3 milljarða. Vísir/GVA
Húsgagnahöllin hagnaðist um 77 milljónir króna á síðasta rekstrarári fyrirtækisins eða frá marsbyjun 2016 til febrúarloka í ár. Afkoman var jákvæð um 53 milljónir árið áður.

Samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins námu reksrartekjur 1.333 milljónum króna samanborið við 1.405 milljónir tólf mánuðina þar á undan. Launagreiðslur stóðu nánast í stað og námu 165 milljónum og annar rekstrarkostnaður 327 milljónum. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 113,9 milljónum samanborið við 91,6 milljónir frá mars 2015 til febrúar 2016.

Eignir Húsgagnahallarinnar voru metnar á 286 milljónir í lok síðasta reikningsárs en skuldirnar 155 milljónum. Eigið fé hennar var því jákvætt um 131 milljón. Fyrirtækið er í eigu Greenwater ehf. Það rekur einnig verslanirnar Dorma og Betra bak og hagnaðist um 307 milljónir á síðasta rekstrarári. Stærstu hluthafar Greenwater eru Guðmundur Gauti Reynisson og Egill Fannar Reynisson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×